„Augljóst að við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin“ Júlíana Þóra Hálfdánardóttir skrifar 3. júlí 2020 19:00 Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Stjórn Frjálsíþróttasambands Íslands þurfti að færa stærsta mót ársins í tvígang og loks milli landshluta með skömmum fyrirvara vegna óboðlegra aðstæðna á höfuðborgarsvæðinu. Formaður segir sveitafélögin ekki vera að standa sig. Stærsta mót ársins í frjálsíþróttum, meistaramót Íslands átti að fara fram á Laugardalsvelli helgina 25. og 26. júlí en eins og fram kom í fréttum okkar í síðustu viku var ákveðið að færa mótið á Kópavogsvöll þar sem aðstæður á Laugardalsvelli stóðust ekki kröfur. Nú er svo komið að stjórn FRÍ hefur þurft með skömmum fyrirvara að færa mótið milli landshluta og mun það fara fram á Akureyri þar sem aðstæður og kröfur sambandsins fyrir því að mótið yrði haldið á Kópavogsvelli stóðust ekki. „Völlurinn í Kópavogi uppfyllti ekki skilyrði. Það stóð til að koma honum í stand en því miður gaf Kópavogur það frá sér rétt á lokametrunum. Þá lentum við í þessari stöðu. Við þurfum að sjá þessa stöðu breytast næstu árin, það er algjörlega augljóst. Við þurfum að vinna með sveitarfélögum að uppbyggingu þar sem frjálsar eru teknar með í reikninginn. Við viljum eiga samtal, ekki lenda í uppákomum eins og hér þar sem kastaðstaðan er í raun ónýt þar sem var settur gervigrasvöllur inn á lendingarsvæði fyrir spjót og sleggju,“ sagði Freyr Ólafsson formaður FRÍ. „Sem betur fer hafa sveitarfélögin staðið sig frábærlega og Kópavogur þar á meðal, Kópavogur er búinn að byggja þennan völl og hefur haldið honum vel við, þó svo að þeir hafi stigið þetta óheillaskref með því að setja gervigras á völlinn.“ Mikilvægt er að íslenskt frjálsíþróttafólk hafi aðgang að löglegum alþjóðarvelli en eins og staðan er í heiminum í dag vegna Covid-19 þá er ekki mikið um mót sem okkar fólk getur keppt á sem gefur rétt til þátttöku á til dæmis Ólympíuleikunum svo þessi möguleiki þarf að vera til staðar. Viðtalið í heild sinni má sjá efst í fréttinni.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira