Sport

„Öldungurinn“ Ásdís byrjar á Norðurlandameti og sínu lengsta kasti í þrjú ár

Sindri Sverrisson skrifar
Ásdís Hjálmsdóttir byrjar lokakeppnistímabil sitt af krafti.
Ásdís Hjálmsdóttir byrjar lokakeppnistímabil sitt af krafti. VÍSIR/GETTY

Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti, átti sitt lengsta kast í tæp þrjú ár þegar hún keppti á móti í Svíþjóð í gær.

Ásdís kastaði 61,24 metra og er það sjöunda lengsta kast ársins í heiminum. Hún setti jafnframt vallarmet og mótsmet á vellinum í Södertälje. Ásdís er auk þess orðin gjaldgeng í flokk öldunga, þar sem hún verður 35 ára á árinu, og bætti hún Norðurlandamet öldunga með kastinu í gær.

Íslandsmet Ásdísar er 63,43 metrar frá árinu 2017.

Ásdís hefur ákveðið að leggja spjótið á hilluna eftir þetta keppnistímabil, en þá ákvörðun hafði hún tekið áður en að Ólympíuleikunum og EM var frestað.

Keppni í frjálsum íþróttum hófst að nýju í Svíþjóð um helgina eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.