Senda heilbrigðisstarfsfólk til Færeyja til að sjá um skimun Andri Eysteinsson skrifar 12. júní 2020 15:02 Víðir Reynisson kynnti áformin á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira
Næsta mánudag mun hópur heilbrigðisstarfsmanna úr Reykjavík og frá Egilsstöðum halda til Færeyja með Landhelgisgæslunni. Heilbrigðisstarfsmennirnir munu í kjölfarið sigla heim til Íslands með Norrænu og taka sýni úr farþegum á leiðinni til landsins. Frá þessu greindi Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra á blaðamannafundi dómsmálaráðherra í ráðherrabústaðnum í dag. Verkefnið er ætlað til að prófa fyrirkomulag vegna sumaráætlunar Norrænu sem tekur gildi um næstu mánaðamót. „Það eru áætlaðir um það bil 200 farþegar sem koma með Norrænu næstkomandi þriðjudag, 600 koma í næstu ferð og 800 í þarnæstu ferð. Þetta er stórt verkefni en það sem gerist með Norrænu er að um næstu mánaðamót kemur ný sumaráætlun Norrænu í gagnið og þá mun ferjan aðeins stoppa á Seyðisfirði í rúmar tvær klukkustundir,“ sagði Víðir í máli sínu á fundinum. Víðir sagði að upphaflega hafi verið áætlað að nýta þann tíma sem Norrænu liggur við bryggju á Seyðisfirði, yfirleitt í einn og hálfan sólarhring, til þess að skima farþega og hleypa þeim frá borði. Það fyrirkomulag sem ákveðið hafði verið sé ómögulegt með nýrri áætlun og skemmri tíma ferjunnar við höfn á Íslandi. Víðir sagði að því hafi þurft að leita leiða til að leysa vandann sem upp var kominn. „Austfirðingar stungu upp á því að við myndum senda hóp aðila til Færeyja sem myndu sigla með ferjunni til Íslands. Þetta fannst mönnum pínu skrýtið fyrst en við vildum skoða þetta betur,“ sagði Víðir og bætti við að svo vildi til að Landhelgisgæslan yrði á ferðinni og var því hægt að framkvæma hugmyndina. Því verði haldið með hóp heilbrigðisstarfsfólks til Egilsstaða, þar sem fleiri verða sóttir, á mánudaginn áður en haldið verður lengra í austurátt. Víðir segir þetta geta verið lausn sem hentar til þess að geta afgreitt málið á góðum tíma. Lausnin sem nú er til skoðunar sé dæmi um gott samstarf milli ýmissa aðila. „Samstarf með Landhelgisgæslunni, Heilbrigðisstofnun Austurlands og í Reykjavík, tölvufyrirtækin, starfsmenn Landlæknis, starfsmenn Íslenskrar erfðagreiningar og fleiri sem koma að því að leysa mál sem höfðu vafist fyrir mörgum í langan tíma,“ sagði Viðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Norræna Ferðamennska á Íslandi Færeyjar Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Sjá meira