Innlent

Vísa deilu fjögurra BHM-félaga til sáttasemjara

Kjartan Kjartansson skrifar
Frá Borgartúni í Reykjavík þar sem ríkissáttasemjari er til húsa.
Frá Borgartúni í Reykjavík þar sem ríkissáttasemjari er til húsa. Vísir/Egill

Fjögur aðilarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa vísað kjaradeildu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til ríkissáttasemjara. Viðræðurnar hafa staðið yfir í tæpt ár án árangurs.

Í tilkynningu á vef BHM kemur fram að Fræðagarður, Félag íslenskra félagsvísindamanna, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Stéttarfélag lögfræðinga hafi leitað til sáttasemjara á miðvikudag.

Það hafi verið gert eftir að samninganefnd sveitarfélaganna hafnaði tillögu félaganna. Kjaraviðræðurnar hafa staðið yfir frá því í júlí í fyrra.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.