Formanni Samtaka ferðaþjónustunnar svarað Oddný G. Harðardóttir skrifar 3. júní 2020 17:00 Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bregst illa við facebookfærslu minni sem ég setti fram í fyrradag eftir lestur fréttar um viðtal við Gylfa Zoega prófessor í hagfræði þar sem hann ræddi m.a. ósjálfbæran vöxt ferðaþjónustunnar. Vegna viðbragða Bjarnheiðar vil ég taka það skýrt fram að ég ber enga óvild í brjósti til ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar, þvert á móti. Og ég hef miklar áhyggjur af fólkinu sem starfar við ferðaþjónustu og hefur nú misst vinnuna og óvissa er framundan. Fólk sem hefur með hug, hönd og hjarta skapað frábærar aðstæður til að taka á móti gestum. Ég finn sannarlega til með eigendum ferðaþjónustufyrirtækja sem sitja uppi með fjárfestingar sem nú eru í uppnámi. Ég óska þeim alls hins besta og vona innilega að hagur greinarinnar vænkist sem allra fyrst. Það eru hagsmunir okkar allra. Facebookfærsla mín snerist um gagnrýni á stjórnvöld fyrir það að hafa hvatt til vaxtar ferðaþjónustunnar án mótvægisaðgerða. Ég hef gagnrýnt það harðlega síðastliðin átta ár að stjórnvöld hafi ýtt undir vöxt greinarinnar á meðan innviðir samfélagsins hafi ekki verið búnir undir þann vöxt. Álagið á vegi landsins hefur kallað á viðhald og framkvæmdir sem ekki hafa átt sér stað. Álag á lögreglu hefur verið svo mikil að þjónusta við íbúa hefur orðið útundan í fjölmennustu ferðamannasveitarfélögunum. Álag á heilsugæslu og heilbrigðiskerfið hefur einnig aukist því ferðamenn slasast og verða veikir líkt og aðrir. Slík vinnubrögð stjórnvalda þjóna heldur ekki hagsmunum atvinnugreinarinnar. Gagnrýni mín snýr að stjórnvöldum sem búið hafa atvinnugreininni umgjörð sem ekki hélt nægilega sem stuðningur þegar gaf á bátinn. Enginn efast um að greinin aflaði mikilla gjaldeyristekna sem skiluðu sér til hagsbóta fyrir þjóðarbúið. En greinin er viðkvæm fyrir sveiflum og mörg fyrirtæki voru farin að draga saman seglin fyrir heimsfaraldurinn. Ferðaþjónustan mun í framtíðinni gegna stóru hlutverki í íslensku atvinnulífi. Hún mun vaxa á ný en sá vöxtur þarf að vera jafn og traustur. Fleiri stoðum þarf einnig að renna undir atvinnulífið. Gerum það saman á leiðinni okkar upp úr þeirri lægð sem heimsfaraldurinn gerði enn dýpri hér á landi. Ég hef nú þegar boðið Bjarnheiði á þingflokksfund Samfylkingarinnar sem hún hefur þegið. Samtal er betra en skeytasendingar og við í Samfylkingunni viljum gjarnan eiga gott samstarf við fulltrúa allra atvinnugreina, ekki síst þessarar ungu og þróttmiklu greinar sem á eftir að auðga samfélag okkar í bráð og lengd. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun