Körfubolti

Haukar halda áfram að bæta við sig leikmönnum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hilmar er mættur aftur í Hafnafjörðinn.
Hilmar er mættur aftur í Hafnafjörðinn. Vísir/Haukar

Haukar tilkynntu í gær að Hilmar Pétursson muni leika með liðinu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Er þetta annar leikmaðurinn sem Haukar fá á síðustu dögum en miðherjinn Ragnar Nathanaelsson samdi við félagið fyrir skömmu.

Hilmar er uppalinn hjá Haukum og eftir tvö ár í Kópavoginum hjá Breiðablik þá er hann spenntur fyrir komandi tímabili.

„Ég er virkilega glaður að vera kominn aftur heim í Hauka og er mjög spenntur að geta farið að byrja að æfa og spila á ný og að takast á við næstu áskorun,“ sagði Hilmar.

Þá er Israel Martin, þjálfari liðsins, spenntur að fá Hilmar í sínar raðir og segir hann hafa þroskast mikið á tíma sínum hjá Blikum.

„Ég er mjög ánægður að fá Hilmar aftur. Hann er orðinn þroskaðri leikmaður en hann átti mjög gott tímabil í fyrra með Breiðablik og ég er viss um að hann bæta miklu við leik okkar næsta vetur.“

Haukar voru í 6. sæti Domino´s deildar karla á síðustu leiktíð áður en tímabilinu var aflýst vegna kórónufaraldursins. Það er ljóst að Martin stefnir á að koma liðinu ofar í töfluna á næstu leiktíð.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.