Sport

Annie Mist: Því miður það eina í stöðunni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Annie Mist var einn skipuleggjanda mótsins.
Annie Mist var einn skipuleggjanda mótsins. vísir/s2s

Annie Mist Þórisdóttir, atvinnukona í Crossfit og skipuleggjandi alþjóðslegs Crossfit-móts, sem átti að fara fram hér á landi í sumar segir að það eina í stöðunni hafa verið að fresta mótinu vegna kórónuveirunnar.

Tilkynnt var í gær um að alþjóðlega Crossfitmótið sem átti að fara fram í Reykjavík í sumar hafi verið aflýst vegna kórónuveirunnar.

Upphaflega hafði mótið verið fært til 26. og 28. júní í þeirri von um að áhrif kórónufaraldursins væru farin að dvína en vegna ferða- og fjöldatakmarkana hafa skipuleggjendur mótsins ákveðið að aflýsa því að svo stöddu.

„Við vorum búin að fresta þessu eins og við gátum. Að sjálfsögðu langaði okkur að halda mótið eins og allir sem eru að taka þátt í en það eru bara svo svakalega margir erlendir keppendur og sjálfboðaliðar sem eru hluti af þessu, plús það að við erum að horfa á það stórt mót að við viljum vera með 1500 til 2 þúsund manns á mótinu og hafa stemningu í kringum það,“ sagði Annie.

Miklar og stranglar reglur gilda á heimsmeistaramótinu í Crossfit sem fer fram síðar á árinu en lengi leit það út fyrir að Katrín Tanja fengi ekki að keppa á leikunum. Hún fékk þó þáttökurétt fyrir rest en Annie Mist segir að plönin varðandi mótið á Íslandi í sumar hafi því miður ekki gengið upp.

„Það var því miður ekki að ganga upp og eins og með stöðuna á heimsmeistaramótinu núna í ár og hvernig það er að verða, það mun verða mun minna en fyrri ár. Því miður var þetta eiginlega það eina í stöðunni,“ sagði Annie.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×