Dúndur veitingastaðir á hjólum fara í öll úthverfin og landsbyggðina Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 19:59 Vala Matt fór og skoðaði matarvagna sem ferðast um bæinn. Vísir Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira
Eitt af því skemmtilegasta sem Covid-19 leiddi af sér eru ævintýralega góðir veitingastaðir á hjólum sem nú fara í öll úthverfi Reykjavíkur og miðborgina, og svo í framhaldinu út á landsbyggðina. Matur í hæsta gæðaflokki færður í öll hverfi bæjarins. Fjölbreytnin er mikil og hafa margir veitingastaðir slegið þvílíkt í gegn. Rótgrónir veitingastaðir hafa snúið vörn í sókn og bjóða nú uppá að tekinn sé matur heim og einnig heimsendingarþjónustu. Vala Matt fór fyrir Ísland í dag í sælkeraleiðangur og skoðaði dýrindis matarvagna og veitingastaði í nýju umhverfi heimsfaraldurs. Facebook-síðurnar Reykjavík Street Food og Matarvagnar og Götubiti á Íslandi hafa að geyma helstu upplýsingar um ferðir vagnanna. Róbert Aron Magnússon segir framtakið hafa byrjað í lok mars. „Þegar samkomubannið skall á, þá sáum við tækifæri að fólk væri kannski ekki að treysta út og kannski mátti það ekki, þannig við hugsuðum: Okei, hvað getum við gert? Jú, við getum kannski komið með matinn til fólksins,“ segi Róbert. Það hafi því verið ákveðið að fara í helstu hverfi bæjarins, en í upphafi tóku þrír matarvagnar þátt. Nú eru vagnarnir tíu og ellefti á leiðinni. „Við erum búin að ferðast núna um þrjátíu hverfi víðs vegar um Reykjavíkursvæðið og fara í nágrannasveitarfélögin í kring. Það er búið að vera frábært – geggjaðar viðtökur.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Matur Veitingastaðir Ísland í dag Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Fleiri fréttir Óbarinn, með smjörklípu eða tabasco sósu: Alls konar harðfiskur fyrir útileguna Setur heilsuna í fyrsta sæti í sumar Sjá meira