Handbolti

Sveinbjörn tekur fram skóna og fylgir Arnari til Aue

Sindri Sverrisson skrifar
Sveinbjörn Pétursson þekkir vel til hjá Aue.
Sveinbjörn Pétursson þekkir vel til hjá Aue. Vísir/Andri Marinó

Markmaðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur tekið skóna úr hillunni og er á leið aftur út í atvinnumennsku hjá þýska 2. deildarfélaginu Aue. Þar verður hann liðsfélagi Arnars Birkis Hálfdánssonar.

Sveinbjörn lék síðast með Stjörnunni í þrjú ár en varð að taka sér hlé vegna meiðsla í baki fyrra, eftir bílveltu. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá Aue því þessi 31 árs gamli leikmaður lék þar á árunum 2012-2016, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar sem tók svo við Stjörnunni.

Á vef Aue kemur einmitt fram að Rúnar hafi haft hönd í bagga með liðinu til að fylla í skarðið sem markmaðurinn Erik Töpfer skildi eftir þegar hann meiddist alvarlega.

Aue staðfestir einnig frétt Vísis frá því í morgun þess efnis að Arnar Birkir komi til félagsins frá SönderjyskE.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.