Handbolti

Sveinbjörn tekur fram skóna og fylgir Arnari til Aue

Sindri Sverrisson skrifar
Sveinbjörn Pétursson þekkir vel til hjá Aue.
Sveinbjörn Pétursson þekkir vel til hjá Aue. Vísir/Andri Marinó

Markmaðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur tekið skóna úr hillunni og er á leið aftur út í atvinnumennsku hjá þýska 2. deildarfélaginu Aue. Þar verður hann liðsfélagi Arnars Birkis Hálfdánssonar.

Sveinbjörn lék síðast með Stjörnunni í þrjú ár en varð að taka sér hlé vegna meiðsla í baki fyrra, eftir bílveltu. Hann er öllum hnútum kunnugur hjá Aue því þessi 31 árs gamli leikmaður lék þar á árunum 2012-2016, undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar sem tók svo við Stjörnunni.

Á vef Aue kemur einmitt fram að Rúnar hafi haft hönd í bagga með liðinu til að fylla í skarðið sem markmaðurinn Erik Töpfer skildi eftir þegar hann meiddist alvarlega.

Aue staðfestir einnig frétt Vísis frá því í morgun þess efnis að Arnar Birkir komi til félagsins frá SönderjyskE.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×