Handbolti

Arnar Birkir á leið til Þýskalands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Birkir hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2018.
Arnar Birkir hefur leikið sem atvinnumaður síðan 2018. vísir/vilhelm

Samkvæmt heimildum íþróttadeildar er handboltamaðurinn Arnar Birkir Hálfdánsson á leið til þýska B-deildarliðsins Aue.

Undanfarin tvö ár hefur Arnar Birkir leikið með SønderjyskE í Danmörku. Á síðasta tímabili skoraði hann 51 mark í dönsku úrvalsdeildinni. SønderjyskE endaði í 9. sæti hennar.

Arnar Birkir er uppalinn hjá Fram en lék einnig með FH og ÍR hér á landi áður en hann fór í atvinnumennsku.

Arnar Birkir er 26 ára og leikur jafnan í stöðu hægri skyttu.

Á síðasta tímabili endaði Aue í 13. sæti þýsku B-deildarinnar. Fjölmargir Íslendingar hafa leikið með liðinu og þá var Rúnar Sigtryggsson þjálfari þess á árunum 2012-16.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.