Skoðun

Heimsóknarbann og jarðarfarasekt

Birgir Guðjónsson skrifar

Corona veiran Covid-19 flæðir yfir heiminn og flestar hindranir. Viðurkennt er að fyrir flesta er þetta einkennalítil sýking en getur vissulega orðið alvarleg hjá þeim sem hafa undirliggjandi sjúkdóma.

Margir spekingar hafa tjáð sig. Einna skynsamlegust tel ég vera ummæli Boris Johnsons forsætisráðherra Breta sem benti á að sumir ástvinir mundu hverfa burt fyrr en ella í þessum faraldri. Undanskilið er að sjálfsögðu að þeir hefðu getað horfið hvort sem er.

Eins og reynt hefur verið að benda á t.d. í Morgunblaðinu í dag þá er dánartíðni þ.e. prósentutala Corona veiru verulega ýkt.

Nokkrum löndum hefur vissulega verið lokað nú t.d. Danir sem prófa þó ekki og setja ekki í sóttkví skv. upplýsingum upplýsinganefndar.

Hvergi hefur verið gengið eins harkalega langt og hér að banna samskipti afmarkaðra hópa innan sama lands þ.e samgangs ættingja við t.d. Alzheimer sjúklinga á hjúkrunarheimili, en annars óhefta umgengni starfsfólks og þjónustuaðila. Aðrir einstaklingar í þjóðfélaginu geta hist að vild. Þetta stenst ekki einföldustu smitsjúkdóma- og faraldsfræði. Þeir sem mest þurfa á stuðningi eru sviptir því.

Við andmæli vísa stofnanir á landlæknisembættið en embættið á stofnanir. Þessir sjúklingar hafa dvínandi minni jafnvel um afkomendur, hvað munu þeir muna eftir 5 vikna samskiptabann?

Vegna fyrri athugasemda minna hafa nokkrir einstaklingar haft samband við mig vegna óánægju með þetta afmarkaða bann og fleiri en einn lýst því að viðkomandi ættingi geti ekki notað síma hvað þá lært á tölvur!

Jafnvel Ítalir sem fyrstir loka landinu hafa ekki gengið svona langt en banna og sekta um háa fjárhæð fyrir jarðarfarir!

Allmargir af þeim hundruða Alzheimer sjúklinga á hjúkrunarheimilum munu kveðja þennan heim af náttúrlegum orsökum (og sorg) á þessu banntímabili. Fá ættingjar að vera viðstaddir hina hinstu stund?

Hvers há verður jarðarfararsektin hér.

Höfundur er fyrrverandi aðstoðarprófessor í læknisfræði við Yale-háskóla.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


×