Margar sögur í gangi og kannski einhverjir að reyna að sundra okkur Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 22:00 Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, með nokkra af fjölmörgum verðlaunagripum KR-inga í baksýn. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það hafa verið margar sögur í gangi og ég veit ekki alveg forsendur þess hvað það fóru margar sögur í gang. Kannski er það bara af því að þetta er KR.“ Þetta sagði Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, í Sportinu í dag þegar talið barst að kvennaliði KR og framtíðarhorfum þess. Ljóst er að tveir af bestu leikmönnum Domino‘s-deildarinnar í vetur, Hildur Björg Kjartansdóttir og Danielle Rodriguez, verða ekki áfram hjá KR á næstu leiktíð en fregnir af dauða liðsins eru hins vegar stórlega ýktar: „Kannski eru einhverjir að reyna að sundra okkur. Þetta er sigursæll klúbbur og allt það. En það kom aldrei til greina að leggja eitt eða neitt niður, eða fara með liðið niður í 1. deild,“ sagði Böðvar sem í dag kynnti til leiks nýjan þjálfara kvennaliðs KR, sem tekur við af landsliðsþjálfaranum Benedikt Guðmundssyni. „Við erum að ráða hérna gríðarlega hæfan þjálfara í meistaraflokk kvenna, Francisco Garcia sem hefur verið að þjálfa í efstu deild á Spáni, var aðstoðarþjálfari U18 kvenna á Spáni, hefur þjálfað í Skandinavíu, á Indlandi, og verið yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Ég er búinn að eiga mörg samtöl við hann undanfarið og maður finnur alveg hvað hann lifir fyrir körfubolta. Það er einmitt þannig fólk sem ég vil fá inn í klúbbinn. Fólk sem er vinnusamt og gefur af sér,“ sagði Böðvar. Vonum að við getum gefið Val verðuga keppni „Hann [Garcia] verður líka með stúlknaflokk og það er frábært að hafa tengingu á milli meistaraflokks og stúlknaflokks. Það er mikill metnaður fyrir kvennastarfinu eins og alltaf hérna og það verða allir aðrir leikmenn áfram hérna. Við erum full tilhlökkunar fyrir næsta tímabil og vonum að við getum gefið Valskonum verðuga keppni, ásamt öðrum liðum,“ sagði Böðvar, og það er því á honum að heyra að lið KR verði samkeppnishæft á næstu leiktíð, ekki síður í kvennaflokki en í karlaflokki: „Við værum ekkert í þessu öðruvísi en að gera það. Að sama skapi þurfum við að sníða okkur stakk eftir vexti, bæði kvennamegin og karlamegin. En eitt af gildum KR er jafnrétti og menn fara eftir því, ekki spurning.“ Klippa: Sportið í dag - Böðvar um framtíð kvennaliðs KR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna KR Sportið í dag Tengdar fréttir „Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00 KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00 Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Körfubolti Fleiri fréttir Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Sjá meira
„Það er bara hægt að klúðra þessu“ „Þetta er þannig að það er bara hægt að klúðra þessu, og ég átta mig alveg á þeirri aðstöðu,“ segir Darri Freyr Atlason, nýráðinn þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta karla. 25. maí 2020 19:00
KR bað leikmenn um þolinmæði: „Tilboðið sem ég bauð Hildi ekki nálægt því sem Valsmenn buðu“ Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að á þeim óvissutímum sem nú ríki hafi félagið ekki getað boðið Hildi Björgu Kjartansdóttur nálægt því eins góðan samning og hún hafi fengið hjá meisturum Vals. 25. maí 2020 18:00
Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum Darri Freyr Atlason og Spánverjinn Francisco Garcia verða þjálfarar meistaraflokka KR í Domino´s deildum karla og kvenna í körfubolta á næsta tímabili. Brynjar Þór Björnsson skrifaði undir tvo samninga. 25. maí 2020 13:16