Körfubolti

Darri Freyr og Francisco Garcia taka við KR-liðunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Böðvar Guðjónsson með nýjum þjálfurum meistaraflokkanna, Francisco Garcia og Darra Frey Atlasyni, en Brynjar Þór Björnsson er líka með þeim á myndinni.
Böðvar Guðjónsson með nýjum þjálfurum meistaraflokkanna, Francisco Garcia og Darra Frey Atlasyni, en Brynjar Þór Björnsson er líka með þeim á myndinni. Vísir/HBG

KR-ingar héldu blaðamannafund í dag þar sem tilkynnt var að Darri Freyr Atlason tæki við karlaliðinu af Inga Þór Steinþórssyni og Francisco Garcia taki við kvennaliðinu af Benedikt Guðmundssyni. Báðir gera þeir tveggja ára samning.

Darri Freyr Atlason hætti með kvennalið Vals í vor eftir þriggja ára starf og fjóra titla. Valskonur urðu Íslands- og bikarmeistarar undir stjórn Darra í fyrra og hafa verið deildarmeistarar tvö undanfarin ár.

Darri Freyr Atlason heldur upp á 26 ára afmælið sitt í næstu viku og verður því langyngsti þjálfarinn í Domino´s deild karla á næsta tímabili. Darri er 22 árum yngri en forveri sinn í starfinu.

Francisco Garcia, sem tekur við kvennaliði KR, er fyrrum yfirþjálfari yngri flokka hjá Skallagrími í Borgarnesi. Hann hefur mikla reynslu af þjálfun frá Spáni, Danmörku og Finnlandi auk þess að hafa þjálfa indverska kvennalandsliðið í þrjú ár.

Francisco Garcia þjálfaði á sínum tíma tvö lið í efstu deild kvenna á Spáni í samtals fjögur ár og hann hefur einnig þjálfað kvennalið í b-deildinni sem og yngri landslið hjá Spánverjum. Garcia hefur því mjög mikla reynslu af kvennakörfu.

Brynjar Þór Björnsson gerði nýjan tveggja ára leikmannasamning við KR og Brynjar er einnig nýr yfirþjálfari yngri flokka hjá KRþ
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.