Hjalti Þór: Menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:34 Hjalti á hliðarlínunni í kvöld. vísir/daníel KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Þjálfari Keflvíkinga var að vonum örlítið dapur með úrsltin en hann var fyrst spurður að því afhverju hans menn tóku ekki leikhlé fyrstu 37 mínútur leiksins. Ekki veitti af á löngum köflum. „Það kom alveg til greina. Ég líka treysti strákunum inn á vellinum og þeir komu nokkrum sinnum vel til baka en ég ákvað líka að eiga leikhléin inni í lokin. Hvort það var rétt eða vitlaust veit ég ekki og við komumst aldrei að því úr þessu. Þetta var samt leikur sem gat dottið hvoru megin og var stál í stál en ég var rosalega ósáttur hvað menn voru að láta ýta sér út úr öllu. Við töpum boltanum 16 sinnum og þar af 10 sinnum í fyrri hálfleik og það er ólíkt okkur og allt of mikið á móti svona liði. En númer 1, 2 og 3 þá riðlaðist sóknarleikurinn okkar of mikið af því að við vorum að pirra okkur yfir því að þeir voru að ýta okkur of mikið“. Dominykas Milka skoraði ekki nema eina körfu í seinni hálfleik og var Hjalti spurður hvort menn væru orðnir of þreyttir eftir hraðmótið sem hefur verið síðan um jól og áramót. „Ég held ekki. Hann hefur verið að spila 36-37 mínútur í vetur hjá okkur og hann gerði það. Hann var í einhverjum pirringi og vildi fá meira frá dómurunum en menn verða bara að bíta á jaxlinn og halda áfram“. Hjalti var á því að það væri hellingur sem hans menn þyrftu að bæta fyrir úrslitakeppnina sem er á næsta leyti. „Hellingur sem við þurfum að bæta. Alveg hellingur. Helst varnarlega en þeir eru að fá helling af opnum skotum og við gleymum því að tala saman varnarlega nokkrum sinnum í röð og gleymum því að pikka upp menn. Sóknarlega þá látum við ýta okkur út úr aðgerðum okkar. Við förum að pirra okkur og það er bara hellingur sem við þurfum að laga“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19 Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15
Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. 7. febrúar 2020 22:19
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn