Brynjar: Þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann Árni Jóhannsson skrifar 7. febrúar 2020 22:19 Brynjar Þór Björnsson er lykilmaður í liði KR. vísir/bára KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
KR bar sigurorð af Keflvíkingum í 18. umferð Dominos deildarinnar í körfuknattleik fyrr í kvöld. Leikið var í DHL höllinni og varð úr svakalegur leikur sem endaði með sex stiga sigri KR 88-82. Einn af leiðtogum KR Brynjar Þór Björnsson hafði sig kannski ekki mikið í frammi sóknarlega en hann lék af mikilli hörku og eina karfa hans skipti máli á lokasprettinum. „Þetta var sigur liðsheildarinnar“, sagði Brilli þegar hann var spurður að því hvað hafi skilað heimamönnum sigrinum. „Það voru allir einhvern veginn að skila sínu. Mike, Kristó og Dino stigu upp frá því í seinasta leik og mér fannst við spila frábærlega. Þeir náðu kannski að stoppa skotin mín og fleiri en við náðum að refsa þeim og vorum mjög fjölhæfir í kvöld. Mér líður eins og það sé uppgangur á liðinu“. Brynjar talaði um liðsheild en KR-inga hefur á löngum köflum í vetur vantað menn í liðið sitt. Hann var því spurður hvort að núna væri liðið að koma í raun og veru saman í fyrsta sinn. „Í fyrsta skipti núna í síðustu leikjum sem mér líður vel inn á vellinum með mitt hlutverk og með hlutverk allra í liðin. Þegar öllum líður vel inn á vellinum þá spilum við betur“. Hver og einn sigur skiptir að sjálfsögðu máli en Brynjar var inntur eftir því hvernig þessi sigur skipti KR máli fyrir utan stigin tvö sem fást fyrir sigur. „Hann skipti máli andlega. Við erum náttúrlega í harðri baráttu um þriðja til sjötta sætis, það er kannski orðið erfitt að ná þriðja sætinu, en við viljum ná þessu fjórða sæti og þetta var stór leikur í áttina að því að ná því sæti en við eigum Njarðvík og Stjörnuna í næstu tveimur leikjum og það verða risastórir leikir og vonandi náum við sigrum þar og komum okkur í fjórða sætið“. Leikurinn í kvöld spilaðist eins og um leik í úrslitakeppni væri að ræða og virtist Brynjar ánægður með það. Hann brosti allavega út í annað þegar hann ræddi stemmninguna. „Þetta var það. Stemmningin og andinn í báðum liðum. Maður fann það í báðum liðum að þessi leikur var mikilvægur. Það sást best í því hvernig spiluð var vörn á mig og fleiri. Gummi Jónss. var fysikal og þetta var úrslitakeppnis Gummi eins og maður þekkir hann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 88-82 | KR stóðst prófið í hörkuleik Íslandsmeistarar KR tóku á móti öflugum Keflvíkingum í stórleik kvöldsins í DHL-höllinni í kvöld og unnu sex stiga sigur 88-82 í hörkuleik sem minnti á úrslitakeppnina. 7. febrúar 2020 23:15