Einar Árni: Vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar 12. mars 2020 21:19 Einar Árni á hliðarlínunni. vísir/bára Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“ Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur var léttur, ljúfur og kátur eftir öruggan sigur sinna manna í kvöld á föllnum Fjölnismönnum. Einari náði að dreifa spilamennsku sinna manna vel í kvöld og komust allir leikmenn á skýrslu á stigatöfluna í kvöld. „Ég er ánægður með að hafa getað dreift álagi í kvöld og gefið strákum sem hafa verið að æfa vel með okkur góðar mínútur í kvöld. Það er svona það sem stendur upp úr í kvöld.“ Njarðvíkingar virtust skora að vild í kvöld og skoruðu 117 stig en Einar var ánægður með sóknarleik sinna manna, og veit jafnframt að Fjölnismenn geta gert betur. „Það var kannski blanda af því að við gerðum vel, við hittum vel og svo hefði varnarleikurinn hjá Fjölni getað verið betri og ég veit að þeir geta betur. En þetta er erfitt fyrir þá, þeir eru fallnir og eru án bandaríska leikmanns síns, og það er erfitt að gíra sig upp í svona leik.“ Staðan í þjóðfélaginu, sem og um allan heim eru skrýtnir þessa stundina og erum við að upplifa tíma sem við höfum ekki upplifað áður. Við erum að sjá lönd í kringum okkur fresta eða hætta deildakeppnum sínum og verður áhugavert að sjá hvað körfuknattleikssambandið hér á landi mun gera, og gæti þessi leikur í kvöld allt eins verið síðasti leikur tímabilsins. Einar vildi því að sínir menn myndu njóta í kvöld og hafa gaman af því að spila í körfubolta. „Það er ekkert erfiðara að gíra sig upp í svona leik. Nálgunin hjá okkur fyrir þennan leik var tvíþætt, annars vegar undirbúningur fyrir úrslitakeppni, og hugsanlega síðasti leikurinn á tímabilinu. Við vitum ekki neitt. Það er stöðumat frá degi til dags og ég sagði við strákana inn í klefa fyrir leik að númer 1, 2 og 3 að hafa gaman að þessu og njótum. Við vitum ekkert hvort og hvenær við spilum næst. Á meðan ástandið er þannig verðum við að njóta.“ Aðspurður hvað hann vildi að KKÍ myndi gera varðandi Covid-19 veiruna vildi Einar sem minnst segja og leyfa fagfólkinu að ráða því hvað best væri að gera. „Ég er ótrúlega þakklátur fyrir þetta öfluga fólk sem við höfum og talar fyrir hönd ríkisins og ég treysti þeim 100% fyrir því að taka ákvarðanir sem eru þjóðinni fyrir bestu og ég ætla ekki að fara setja mig í sérfræðihlutverk og held ég að almenningur ætti að temja sér það að hlusta á þetta fagfólk okkar sem er menntað í þessum fræðum og er með hag okkar allra í fyrirrúmi.“
Dominos-deild karla Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Handbolti Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Sjá meira