Körfubolti

Elvar í viðræðum við lið í Þýskalandi og Belgíu: „Heyrt mikinn áhuga“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Elvar Már var í viðtali við Kjartan Atla í Sportinu í dag.
Elvar Már var í viðtali við Kjartan Atla í Sportinu í dag. vísir/s2s

Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, hefur heyrt af áhuga frá bæði Þýskalandi og Belgíu. Hann reiknar með því að fara frá Svíþjóð í stærri deild.

Elvar Már spilaði frábærlega fyrir sænsku deildarmeistaranna í Borås í vetur en að auki var hann einnig krýndur bakvörður ársins í deildinni. Hann segir að það sé nokkur óvissa um framhaldið.

„Það er enn óvissa en ég ætla út aftur til Evrópu eftir sumarið. Ég er að bíða og sjá og reyna að meta bestu möguleikanna fyrir mig,“ sagði Elvar Már í samtali við Kjartan Atla í Sportinu í dag.

„Eftir þetta hefur maður heyrt mikinn áhuga frá nokkrum liðum og hef verið í viðræðum við einhver. Það hefur klárlega opnað einhver dyr og ég held að Svíþjóð sé auðveldara að hoppa frá heldur en Ísland svo þetta opnar klárlega einhverjar dyr. Ég ætla að bíða og sjá hvað er besta möguleika tækifærið fyrir mig.“

Hann segir að stefnan sé að færa sig í enn stærri deild en Svíþjóð.

„Já. Það er stefnan að taka þetta skref fyrir skref og ég er búinn að heyra í liðum eins og í Belgíu og Þýskalandi. Ég stefni á þær deildir núna og að reya koma fætinum inn um þær dyr.“

Klippa: Sportið í dag - Elvar Már stefnir hátt

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.