Körfubolti

Jerry Sloan látinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Enginn hefur þjálfað eitt lið lengur í sögu NBA-deildarinnar en Jerry Sloan gerði með Utah Jazz.
Enginn hefur þjálfað eitt lið lengur í sögu NBA-deildarinnar en Jerry Sloan gerði með Utah Jazz. getty/Christian Petersen

Jerry Sloan, sem þjálfaði Utah Jazz í NBA-deildinni í körfubolta í rúma tvo áratugi, lést í morgun. Hann var 78 ára.

Sloan var ráðinn þjálfari Utah 1988. Hann gengdi því starfi til 2011, eða í 23 ár. Undir hans stjórn komst Utah í úrslit NBA 1997 og 1998. Í bæði skiptin laut liðið í lægra haldi fyrir Chicago Bulls.

Á þeim 23 árum sem Sloan stýrði Utah komst liðið 20 sinnum í úrslitakeppnina, þar af fjórtán ár í röð (1989-2003) og vann þrettán sinnum 50 leiki eða meira.

Aðeins fjórir þjálfarar hafa unnið fleiri leiki í sögu NBA en Sloan. Lið hans unnu 1221 leik og sigurhlutfallið var sextíu prósent sem er það sjötta besta í NBA-sögunni.

Áður en Sloan fór til Utah þjálfaði hann Chicago í þrjú ár. Þar lék líka nær allan sinn feril. 

Hann var fjórum sinnum valinn í fyrsta varnarlið ársins og tók tvisvar þátt í Stjörnuleiknum. Sloan var fyrsti leikmaður Chicago sem fékk treyjuna sína (númer 4) hengda upp í rjáfur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.