Mesti samdráttur á Íslandi í 100 ár Heimir Már Pétursson skrifar 20. maí 2020 19:50 Fara verður allt aftur til ársins 1920 til að finna meiri samdrátt í efnahagsmálum þjóðarinnar en verður á þessu ári að mati Seðlabankans. Ef kórónuveiran fer ekki aftur á kreik í haust reiknar bankinn hins vegar með skjótum bata á næsta ári. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvexti sína um 0.75 prósentur eða í eitt prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að einnig verði hætt að veita viðskiptabönkum 30 daga bundinn innlán til að örva útlán og peningamagn í umferð. Seðlabankastjóri segir Seðlabankann vilja lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja með aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ segir Ásgeir. Það er til marks um efnahagssamdráttinn að Seðlabankinn spáir því að fjöldi ferðamanna verði svipaður á þessu ári og hann var á árinu 2005. Og að gengi krónunnar verði svipað og það var árið 2015 þegar ferðamönnum tók að fjölga til mikilla muna. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þá verði atvinnuleysi á þessu ári meira en það var eftir bankahrunið árið 2009. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir framgang kórónuveirunnar og afnáms aðgerða vegna hennar í helstu viðskiptalöndum og heiminum öllum hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi.Vísir/Vilhelm „Horfur eru á mesta samdrætti á einu ári í eina öld hér á landi. Afleiðingarnar verða mikil fækkun starfa. Mjög mikil stytting vinnutíma og atvinnuleysi fer í sögulegar hæðir,“ segir Þórarinn. Í apríl hafi samanlagt 17,8 prósent mannaflans ýmist verið atvinnulaus eða á hlutabótaleið. Bankinn spái að atvinnuleysið fari í 12 prósent í haust en verði um 9 prósent á árinu í heild. Fjölgun ferðamanna ræðst mikið af því hversu hratt umheimurinn jafnar sig á kórónuveiru faraldrinum. Frá byrjun mars á þessu ári til 15. maí í fyrra fóru daglega um fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. „Við reiknum með því í okkar spá að það komi eitthvað um þrjúhundruð þúsund ferðamenn á fyrri hluta ársins til landsins. En á seinni hluta ársins verði þeir einungis eitthvað um 50 þúsund. þannig að samtals komi eitthvað um 400 þúsund ferðamenn til landsins sem er svipaður fjöldi og árið 2005,“ segir Þórarinn. Á fyrstu mánuðum ársins í fyrra fóru fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll á dag en nú fara örfáir farþegar þar á degi hverjum.Vísir/Vilhelm Það yrði 81 prósent fækkun ferðmanna milli ára og þjónustuútflutningur drægist saman um 53 prósent. „Og yrði það mesti samdráttur sem við höfum séð þar frá því mælingar hófust.“ Þá hafi farsóttin haft áhrif á annan útflutning eins og sjávarafurðir. „Þegar á öðrum ársfjórðungi erum við komin með vísbendingar um verulegan samdrátt í útflutningi sjávarafurða og við erum að spá að hann verði 12 prósent á árinu öllu. Sem yrði mesti samdráttur í útflutningi sjávarafurða í næstum því fjóra áratugi,“ segir Þórarinn. Seðlabankastjóri segir að ef kórónuveiran rjúki ekki aftur af stað gætu efnahagshorfur batnað hratt í vetur og á næsta ári. Þá muni gengislækkun krónunnar að undanförnu einnig hjálpa til. „Lægra gengi örvar íslenskt atvinnulíf. Sérstaklega þegar fram í sækir. Það býr til ný störf. Það skýtur alveg nýjum stoðum undir ferðaþjónustuna. Það er mun betra að örva hana þannig heldur en með öðrum hætti,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00 Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25 „Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Fara verður allt aftur til ársins 1920 til að finna meiri samdrátt í efnahagsmálum þjóðarinnar en verður á þessu ári að mati Seðlabankans. Ef kórónuveiran fer ekki aftur á kreik í haust reiknar bankinn hins vegar með skjótum bata á næsta ári. Peningastefnunefnd Seðlabankans lækkaði meginvexti sína um 0.75 prósentur eða í eitt prósent í morgun. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að einnig verði hætt að veita viðskiptabönkum 30 daga bundinn innlán til að örva útlán og peningamagn í umferð. Seðlabankastjóri segir Seðlabankann vilja lækka fjármagnskostnað heimila og fyrirtækja með aðgerðum sínum.Vísir/Vilhelm „Við viljum mæta þessu áfalli með lækkun vaxta. Við viljum líka stuðla að því að fjármagnskostnaður bæði heimila og fyrirtækja lækki á þessum erfiðu tímum,“ segir Ásgeir. Það er til marks um efnahagssamdráttinn að Seðlabankinn spáir því að fjöldi ferðamanna verði svipaður á þessu ári og hann var á árinu 2005. Og að gengi krónunnar verði svipað og það var árið 2015 þegar ferðamönnum tók að fjölga til mikilla muna. Þórarinn G. Pétursson aðalhagfræðingur Seðlabankans segir að þá verði atvinnuleysi á þessu ári meira en það var eftir bankahrunið árið 2009. Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir framgang kórónuveirunnar og afnáms aðgerða vegna hennar í helstu viðskiptalöndum og heiminum öllum hafa mikil áhrif á þróun efnahagsmála hér á landi.Vísir/Vilhelm „Horfur eru á mesta samdrætti á einu ári í eina öld hér á landi. Afleiðingarnar verða mikil fækkun starfa. Mjög mikil stytting vinnutíma og atvinnuleysi fer í sögulegar hæðir,“ segir Þórarinn. Í apríl hafi samanlagt 17,8 prósent mannaflans ýmist verið atvinnulaus eða á hlutabótaleið. Bankinn spái að atvinnuleysið fari í 12 prósent í haust en verði um 9 prósent á árinu í heild. Fjölgun ferðamanna ræðst mikið af því hversu hratt umheimurinn jafnar sig á kórónuveiru faraldrinum. Frá byrjun mars á þessu ári til 15. maí í fyrra fóru daglega um fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. „Við reiknum með því í okkar spá að það komi eitthvað um þrjúhundruð þúsund ferðamenn á fyrri hluta ársins til landsins. En á seinni hluta ársins verði þeir einungis eitthvað um 50 þúsund. þannig að samtals komi eitthvað um 400 þúsund ferðamenn til landsins sem er svipaður fjöldi og árið 2005,“ segir Þórarinn. Á fyrstu mánuðum ársins í fyrra fóru fjórtán til sautján þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll á dag en nú fara örfáir farþegar þar á degi hverjum.Vísir/Vilhelm Það yrði 81 prósent fækkun ferðmanna milli ára og þjónustuútflutningur drægist saman um 53 prósent. „Og yrði það mesti samdráttur sem við höfum séð þar frá því mælingar hófust.“ Þá hafi farsóttin haft áhrif á annan útflutning eins og sjávarafurðir. „Þegar á öðrum ársfjórðungi erum við komin með vísbendingar um verulegan samdrátt í útflutningi sjávarafurða og við erum að spá að hann verði 12 prósent á árinu öllu. Sem yrði mesti samdráttur í útflutningi sjávarafurða í næstum því fjóra áratugi,“ segir Þórarinn. Seðlabankastjóri segir að ef kórónuveiran rjúki ekki aftur af stað gætu efnahagshorfur batnað hratt í vetur og á næsta ári. Þá muni gengislækkun krónunnar að undanförnu einnig hjálpa til. „Lægra gengi örvar íslenskt atvinnulíf. Sérstaklega þegar fram í sækir. Það býr til ný störf. Það skýtur alveg nýjum stoðum undir ferðaþjónustuna. Það er mun betra að örva hana þannig heldur en með öðrum hætti,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Seðlabankinn Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00 Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02 Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26 Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25 „Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
„Þetta er kreppa sem er allt öðruvísi en hrunið“ Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um að fresta greiðslum af íbúðalánum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Umboðsmaður skuldara óttast að haustið geti orðið erfitt fyrir marga. 19. maí 2020 22:00
Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. 20. maí 2020 11:02
Landsframleiðsla gæti dregist saman um 13% vegna veirunnar Það kæmi Konráði S. Guðjónssyni, aðalhagfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, á óvart ef Seðlabankinn lækkar ekki vexti í næstu viku þegar peningastefnunefnd tilkynnir um ákvörðun bankans. 13. maí 2020 13:26
Búið að semja við bankana um brúarlánin Samningar hafa verið undirritaðir við viðskiptabankana fjóra um veitingu viðbótarlána til fyrirtækja, svonefndra brúarlána. 12. maí 2020 14:25
„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. 8. maí 2020 12:00