Forsendur Seðlabankans bjartsýnar og þörf á frekari stýrivaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. maí 2020 11:02 Árni Sigurjónsson tók við sem formaður Samtaka iðnaðarins 30. apríl síðastliðinn. si Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér. Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þrátt fyrir að Samtök iðnaðarins fagni stýrivaxtalækkun morgunsins telja þau þörf á að stærri skref verði stigin í þá átt. Samdrátturinn í hagkerfinu verði að líkindum meiri en Seðlabankinn áætlar, en samtökin telja að spár bankans skýrist að hluta af úreltri könnun um fjárfestingar. Samtökin telja að sama skapi mikilvægt að stýrivaxtalækkanirnar skili sér að fullu til fyrirtækja og almennings. Þegar peningastefnunefnd greindi frá því í morgun að stýrivextir yrðu lækkaðir um 0,75 prósentur sagðist hún gera ráð fyrir 8 prósent samdrætti landsframleiðslu í ár. Það þykir með bjartsýnni spám en spár greinenda gera að jafnaði ráð fyrir um 10 prósent samdrætti í ár, hann gæti jafnvel orðið 13 prósent að mati Viðskiptaráðs. Í nýjasta hefti Peningamála, sem gefið var út samhliða stýrivaxtaákvörðuninni, segir peningastefnunefnd engu að síður að 8 prósent samdráttur yrði sá mesti sem mælst hefur í heila öld. Samkvæmt grunnspánni taki efnahagsumsvif smám saman að færast í eðlilegt horf á seinni hluta þessa árs en gert er ráð fyrir að erlendir ferðamenn fari ekki að koma til landsins að ráði fyrr en á næsta ár. Meðal þess sem peningastefnunefnd leggur til grundvallar ákvörðun sinni er könnun sem Seðlabankinn framkvæmdi í mars á fjárfestingaráformum fyrirtækja. „Samkvæmt henni gera forsvarsmenn fyrirtækja ráð fyrir lítillega minni fjárfestingu í ár en í fyrra en ef horft er fram hjá 4 ma.kr. viðbótarfjárfestingu Isavia, rekstraraðila Keflavíkurflugvallar, bendir könnunin til um 6% samdráttar milli ára,“ segir í Peningamálum. Þó er þeim varnagla bætt við að könnunin var framkvæmd áður en farsóttin skall á af fullum þunga auk þess sem hún tók aðeins til stærri fyrirtækja. Samtök iðnaðarins segja þessa niðurstöðu Seðlabankans til marks um „bjartsýnar forsendur“ sem lagðar eru til grundvallar hagvaxtarspá ársins. „[L]óst er að fjárfestingaráform fyrirtækja hafa breyst mikið síðan þá líkt og hagvaxtarhorfur almennt. Að mati SI eru því líkur á því að samdrátturinn verði meiri í ár en bankinn spáir,“ segir í umsögn samtakanna. Í því ljósi er það mat þeirra að þörf sé á enn frekari lækkun stýrivaxta. Samtök iðnaðarins fagna þó stýrivaxtalækkun dagsins en segja þörf sé á að taka stór skref í þessum efnum. Hagvaxtarhorfur hafa versnað umtalsvert á mjög skömmum tíma. Verðbólga hefur hins vegar haldist lág og verðbólguvæntingar verið við verðbólgumarkmið bankans sem gefur honum svigrúm til þess að beita stýrivöxtunum til að vega upp á móti samdrættinum í efnahagslífinu. Að sama skapi sé mikilvægt að mati samtakanna að gripið verði til aðgerða svo að stýrivaxtalækkanir skili sér að fullu til heimila og fyrirtækja. Það hafi þær ekki gert til þessa. „Í yfirlýsingu peningastefnunefndar í morgun kemur fram að nefndin noti þau tæki sem hún hefur til þess að lausara taumhald peningastefnunnar miðlist með eðlilegum hætti til heimila og fyrirtækja. Þetta er afar jákvætt að mati SI,“ segir í umsögn samtakanna sem má nálgast í heild hér.
Seðlabankinn Efnahagsmál Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira