„Bankarnir eru nú hluti af lausninni ekki vandamálinu“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. maí 2020 12:00 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir forgangsmál að aðstoða viðskiptavini gegnum kreppuna. Bankarnir séu hluti af lausninni nú en ekki vandamálinu. Vísir/Einar Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Bankastjóri Arion banka segir efnahagssamdrátt vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum meiri en í fjármálakreppunni árið 2008. Hins vegar sé efnahagslífið mun betur í stakk búið að takast á við kreppuna nú en þá. Bankarnir séu nú hluti af lausninni en ekki vandanum. Samanlagt rekstrartap Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka fyrstu þrjá mánuði ársins er 7,2 milljarðar króna. Þar af er virðisrýrnun útlána stór þáttur en samanlagt hjá öllum bönkunum er hún metin 11,5 milljarða. Rekstrartap Landsbanka var 3,6 milljarða króna og virðisrýrnun útlána 5,2 milljarðar á tímabilinu. Rekstrartap Íslandsbanka var 1,4 milljarðar og virðisrýrnun útlána 3,5 milljarðar. Sama tap hjá Arion banka var 2,2 milljarðar og virðisrýrnunarútlánatap um 2,8 milljarðar. Seðlabankinn og bankarnir hafa unnið að útfærslu brúar-og stuðningslána til fyrirtækja vegna kórónuveirufaraldursins. Við sögðum frá því í gær að stjórnvöld hafi framlengt hámarksábyrgð ríkisins á viðbótarlánum um eitt ár og nær ábyrgð ríkissjóðs nú til 30 mánaða. Íslandsbanki hefur þegar tilkynnt að hann ætli að veita brúarlán. Nýtist ferðaþjónustu Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka sagðist í fréttum gera ráð fyrir að fjöldi fyrirtækja sæki um brúar-og stuðningslán og lokunarstyrki. Hann segir að nú þegar hafi 11% af lántakendum íbúðalána fengið greiðsluhlé og 9% af fyrirtækjalánum séu í greiðsluhléi. Hann vonast til að undirrita samning við Seðlabankann á næstunni vegna stuðningslána með ríkisábyrgð. „Stuðnings-og brúarlánin ásamt lokunarstyrkjum eru mikilvæg úrræði og munu nýtast sérstaklega fyrirtækjum í ferðaþjónustu því þar er mikið tekjufall sem er skilyrði fyrir þessum útlánum,“ segir Benedikt. Hann segir efnahagsdýfuna nú snarpari en 2008 en efnahagslíf landsins sé betur í stakk búið að takast á við hana en þá. „Það er augljóslega meiri efnahagssamdráttur nú en þá og hann hefur áhrif á fleiri störf. Hins vegar eru efnahagsreikningar ríkisins, bankanna og heimila með allt öðrum hætti nú en þá. Það er miklu minni skuldsetning. Þess vegna er geta til að fást við samdráttinn miklu meiri. Nú er hægt að veita lán og þar þurfa bankar að standa sig, þeir eru reknir með allt öðrum hætti en þá og eru með miklu hærra eigin- og lausafjárhlutfall nú en þá. Þeir eru hluti af lausninni en ekki vandamálinu,“ segir Benedikt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ferðamennska á Íslandi Íslenskir bankar Tengdar fréttir Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56 Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21 Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Íslandsbanki veitir fyrirtækjum brúarlán Íslandsbanki hefur tekið ákvörðun um að taka þátt í veitingu brúarlána til fyrirtækja en skrifað var undir samning þess efnis í dag milli Seðlabanka Íslands og Íslandsbanka. 7. maí 2020 14:56
Vonar að Íslendingar hafi lært af bankahruninu Sigmundur telur stjórnvöld ekki hafa brugðist nógu hratt við efnahagsástandinu sem skapast hefur vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. apríl 2020 20:21
Ferðaþjónustan riðar til falls Á dögunum birti ríkisstjórnin aðgerðarpakka 2 sem hafði vissulega margar góðar hliðar. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá að heilbrigðisstarfsmenn koma til með að fá bónusgreiðslu fyrir sín störf á þessum erfiðu tímum. 23. apríl 2020 17:15