Ýmissa grasa kennir í Sportinu í dag sem hefst venju samkvæmt klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.
Júlían J. K. Jóhannsson, aflraunakappi og Íþróttamaður ársins 2019, verður gestur þáttarins.
Rætt verður við Guðmund Gunnarsson, framkvæmdastjóra Fjölnis, um úthlutun ÍSÍ. Andri Snær Stefánsson, nýr þjálfari KA/Þórs í handbolta kvenna, verður einnig í viðtali.
Þá verður rætt við Magnús Björn Ásgrímsson, formann knattspyrnudeildar Leiknis á Fáskrúðsfirði, og körfuboltamanninn Elvar Má Friðriksson.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.