Elvar Már Friðriksson átti mjög góðan dag í liði Borås sem vann þrettán stiga sigur á Umeå, 89-76, í sænska boltanum í dag.
Elvar Már var stigahæsti leikmaður Borås. Hann gerði 25 stig, gaf átta stoðsendingar og tók þrjú stig.
26 framlagspunktar og einungis Deandre Davis var með fleiri framlagspunkta í liði Borås eða 34 talsins.
Elvar skoraði tólf af 25 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þar sem Borås lagði grunninn að sigrinum með því að hafa betur í leikhlutanum 26-12.
Borås er á toppi deildarinnar með 34 stig.
Elvar Már frábær í fjórða leikhlutanum og stigahæstur hjá Borås
