Handbolti

HSÍ og EHF útskrifuðu fjölda þjálfara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá þá þjálfara sem komust í útskriftina.
Hér má sjá þá þjálfara sem komust í útskriftina. mynd/hsí

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, útskrifaði á dögunum 23 þjálfara með hina svokölluðu „Master coach“ þjálfaragráðu sem er æðsta gráðan sem þjálfarar geta nælt sér í.

Hingað til hafa þjálfarar orðið að fara erlendis til þess að fá gráðuna en í vetur var í fyrsta skipti boðið upp á að taka námið hér heima. Það gerði HSÍ samvinnu við Evrópska handknattleikssambandið, EHF, og Háskólann í Reykjavík.

Tvær konur, Hrafnhildur Skúladóttir og Díana Guðjónsdóttir, voru meðal þeirra sem útskrifuðust en þær eru fyrstu konurnar á Íslandi sem fá þessa gráðu.

Ágúst Þór Jóhannsson með Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ.mynd/hsí
Stefán Árnason.mynd/hsí
Elías Már Halldórsson.mynd/hsí
Óskar Bjarni Óskarsson.mynd/hsí
Stefán Arnarson.
Hrafnhildur Ósk Skúladóttir.mynd/hsí
Guðmundur Helgi Pálsson.mynd/hsí
Kristinn Björgúlfsson.mynd/hsí
Díana Guðjónsdóttir.mynd/hsí
Sebastian Alexandersson.mynd/hsí
Einar Andri Einarsson.mynd/hsí
Kristján Svan Kristjánsson.mynd/hsí
Rúnar Sigtryggsson.mynd/hsí
Halldór Jóhann Sigfússon.mynd/hsí
Gunnar Gunnarsson.Mynd/HSÍ
Gunnar Magnússon.mynd/hsí

Hinir sem fengu gráðuna voru Ágúst Jóhannsson, Arnar Gunnarsson, Arnar Pétursson, Einar Andri Einarsson, Einar Guðmundsson, Elías Már Halldórsson, Erlingur Richardsson, Guðmundur Helgi Pálsson, Gunnar Gunnarsson, Gunnar Magnússon, Halldór Jóhann Sigfússon, Heimir Ríkarðsson, Jónatan Þór Magnússon, Kristinn Björgúlfsson, Kristján Svan Kristjánsson, Óskar Bjarni Óskarsson, Rúnar Sigtryggsson, Sebastian Alexandersson, Sigursteinn Arndal, Stefán Arnarson og Stefán Árnason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×