Katrín Tanja fær að keppa á heimsleikunum eftir allt saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2020 11:37 Katrín Tanja Davíðsdóttir fékk gleðifréttir frá Dave Castro og verður með á heimsleikunum í haust. Instagram/katrintanja Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár. CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira
Það er enn talsverð óvissa í kringum heimsleikana í CrossFit í haust en forráðamenn CrossFit samtakanna ætla að gera allt sem þarf til að leikarnir falli ekki niður í ár. Eftir frétt Vísis í morgun um hvernig Dave Castro, yfirmaður CrossFit leikanna, rökstuddi þá ákvörðun sína að skera niður keppendahópinn með slæmum afleiðingum fyrir CrossFit fólk, þá fékk Vísir senda inn þá gleðifrétt að Katrín Tanja hafi verið tekin inn í keppendahópinn á Aromas búgarðinum. Katrín Tanja var næst inn af þeim sem voru ekki með keppnisrétt í kvennaflokki eftir árangur sinn á The Open í vetur og samkvæmt áreiðanlegum og glænýjum heimildum Vísis þá fékk hún þær fréttir frá Dave Castro í fyrradag að hún yrði með á leikunum í haust. CrossFit samtökin hafa ekki enn staðfest breytingar á þátttökuhópnum sínum en það má búast við staðfestum keppendahóp sem fyrst. Keppendur eiga að vera þrjátíu af hvoru kyni og það verður engin liðakeppni eða keppni í aldursflokkum. CrossFit fjölmiðillinn Morning Chalk up birti boðslistann eftir tilkynningu Dave Castro en samkvæmt nýjum heimildum Vísis þá hafa orðið breytingar á honum. Keppendur þurftu að staðfesta þátttöku eða ekki og þar hefur losnað sæti fyrir Katrínu Tönju. Katrín Tanja Davíðsdóttir er tvöfaldur heimsmeistari í CrossFit og ein stærsta stjarna og sendiherra CrossFit heimsins eftir viðburðaríkt ár þar sem hún kom meðal annars fram fyrir sína íþrótt tvisvar sinnum hjá ESPN, bæði í Body Issue ESPN sem og á ráðstefnu ESPN um kvennaíþróttir. Það eru því góðar fréttir fyrir alla að íslenska CrossFit stjarnan fái að vera með á leikunum í ár.
CrossFit Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Sjá meira