Atlaga gegn lífríki Íslands Ingólfur Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2020 15:00 Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Framtíðin er þeirra Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Skoðun Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Ákveðnar vísbendingar eru nú komnar fram um að sjávarútvegsráðherra vilji opna fyrir risavaxið sjókvíaeldi í Ísafjarðardjúpi. Slík áform þarf að stöðva með öllum tiltækum ráðum. Á myndum á nýrri vefsíðu Hafrannsóknastofnunar um dreifingu veiða á Íslandsmiðum má sjá að Halamið út af Vestfjörðum og sjálft Djúpið eru eftirsóttustu og gjöfulustu fiskimið við landið. Uppeldisstöðvar þorsksins og fjölmargra annarra nytjafisktegunda eru á Vestfjörðum og þá sérstaklega í Djúpinu. Það er ekki að ástæðulausu að Djúpið hefur löngum verið kallað helsta matarkista Íslendinga. Á meðfylgjandi mynd af vef Hafrannsóknastofnunar sést glögglega hversu feikilega dýrmætt forðabúr Djúpið er. Feigðarflan með fjöreggið Það stappar nærri sturlun að áform séu uppi um að setja þarna niður tugþúsundir tonna af eldislaxi í opnum sjókvíum, jafnvel þó áhrif svo gríðarmikils lífmassa á vistkerfi svæðisins hafi ekki verið rannsökuð. Dökka svæðið í gula fletinum út af Vestfjörðum er á Halamiðum, gjöfulustu fiskimiðum við Ísland. Litirnir á kortinu sýna þau mið sem fiskiskipaflotinn sótti árið 2018. Takið líka eftir hversu fengsælt er í Djúpinu. Þar eru uppeldisstöðvar margra fisktegunda.Mynd af vef Hafró Norskir sjómenn halda því fram að sjókvíaeldið þar við land hafi haft skelfileg áhrif á rækjustofna og þorskinn. Þeir beinlínis fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. Hrikalegar afleiðingar skordýraeitursins sem notað er í sjókvíaeldi, fyrir rækjuna eru vel þekktar. Norðmenn er hins vegar bara rétt nýbyrjaðir að rannsaka áhrif sjókvíaeldis á þorskstofninn en haustið 2018 ákvað norska ríkisstjórnin að setja fjármagn að andvirði um 650 milljónum íslenskra króna í það verkefni. Rannsóknin hófst svo í janúar 2019 og á að standa í fimm ár. Meðal annars á að rannsaka hvort sjókvíaeldið fæli þorskinn burt og hvort það hafi áhrif á fæðu hans og vöxt. Í þessu samhengi er mikilvægt að hafa í huga að í Noregi hrygnir þorsksstofninn við ströndina og heldur svo út til hafs. Þar er miklu minna um að fiskungviði haldi sig inn til fjarða eins og á við hér þar sem þorskurinn hrygnir í fjörðunum. Það er algjört glapræði ef sjávarútvegsráðherra ætlar að láta þessar tilraunir fara fram í náttúrunni sjálfri hér á Íslandi. Því skal seint trúað að útvegsmenn landsins muni sitja aðgerðarlausir hjá í slíku feigðarflani með fjöregg þjóðarinnar. Laxa- og silungsstofnar munu þurrkast út Áhrifi sjókvíaeldis á þorskinn eru sem sagt enn óþekkt. Sama gildir ekki um eyðingarmátt þessa iðnaðar þegar kemur að villtum laxi og silungi. Í Noregi bera tæplega 70 prósent villtra laxastofna merki erfðablöndunar við eldislax. Þar hefur erfðaefni úr þessu hraðvaxta húsdýri komið inn í náttúruval, sem hefur orðið til á þúsundum ára, með þeim ömurlegu afleiðingum að geta villtra stofna til að lifa af í náttúrunni hefur beðið hnekki. Í Djúpinu eru fjölmargar ár með litla og sérstaka laxa- og silungsstofna sem hafa átt þar heimkynni löngu áður en Ísland var numið. Þeir munu þurrkast út á nokkrum áratugum ef eldi í opnum sjókvíum verður heimilað í Djúpinu. Kæru lesendur, munið þetta: Sá ráðherra og sú ríkisstjórnar sem hleypir sjókvíaeldi í Djúpið á sinni vakt mun sitja uppi með ábyrgð á þeirri atlögu gegn lífríki Íslands. Ingólfur Ásgeirsson er flugstjóri og meðlimur í Íslenska náttúruverndarsjóðnum - iwf.is
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar