Sigurður Gunnar á í launadeilu við ÍR Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. apríl 2020 16:08 Sigurður fór með ÍR alla leið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn á síðasta tímabili. Vísir/Vilhelm Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Eins og fram kom í morgun hefur ÍR rift samningi körfuboltamannsins Sigurðar Gunnar Þorsteinssonar við félagið. Í Sportinu í dag sagði hann farir sínar ekki alveg sléttar af samskiptum við stjórnarmenn ÍR og hefur staðið í stappi við þá vegna launamála. Sigurður lék með ÍR tímabilið 2018-19 og kom svo aftur til liðsins síðasta haust eftir stutt stopp í Frakklandi. Hann sleit hins vegar krossband í hné í fyrsta leik sínum með ÍR og lék ekki meira með í vetur. „Þetta var alveg í deiglunni og kom ekki á óvart,“ sagði Sigurður aðspurður hvort ákvörðun ÍR að segja samningi hans upp hefði komið flatt upp á hann. Ísfirðingurinn gerði tveggja ára samning við ÍR en í honum var uppsagnarákvæði eftir tímabilið sem Breiðhyltingar nýttu sér. Eftir að Sigurður meiddist deildi hann við stjórnarmenn ÍR um launamál. „Það kom ágreiningur um hvort greiða ætti mér laun á meiðslatímabilinu,“ sagði Sigurður. En fékk hann greidd laun á síðasta tímabili? „Já, að einhverju marki,“ svaraði Sigurður sem vonast til að fá þau laun sem hann á inni hjá félaginu greidd. Sigurður, sem er 31 árs, segir að nokkur lið hafi þegar haft samband við sig. Auk ÍR hefur hann leikið með KFÍ, Keflavík og Grindavík hér á landi. Hann varð einu sinni Íslandsmeistari með Keflavík og tvisvar sinnum með Grindavík. Miðherjinn öflugi segir að endurhæfingin hafi gengið vel og býst við því að verða klár fyrir næsta tímabil. Klippa: Sportið í dag - Sigurður Gunnar um viðskilnaðinn við ÍR Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Subway-deild karla Sportið í dag ÍR Sigurður Gunnar Þorsteinsson gegn ÍR Tengdar fréttir ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
ÍR riftir samningnum við Sigurð Gunnar Sigurður Gunnar Þorsteinsson er án samnings eftir að ÍR rifti samningi við hann eftir leiktíðina í Dominos-deild karla sem var blásin af vegna kórónuveirunnar. Sigurður greindi fyrst frá þessu á Instagram-síðu sinni. 16. apríl 2020 09:01