Handbolti

Þórsarar semja við átta og eru ekki hættir – Fá Kukobat og Stropus

Sindri Sverrisson skrifar
Frá vinstri: Heimir Pálsson, Arnar Þór Fylkisson, Jovan Kukobat, Þórður Tandri Ágústsson, Ihor Kopyshynskyi og Garðar Már Jónsson.
Frá vinstri: Heimir Pálsson, Arnar Þór Fylkisson, Jovan Kukobat, Þórður Tandri Ágústsson, Ihor Kopyshynskyi og Garðar Már Jónsson. MYND/PALLI JÓH.

Þórsarar á Akureyri, sem verða nýliðar í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð, hafa fengið til sín tvo erlenda leikmenn frá íslenskum félögum og samið við sex leikmenn til viðbótar um að spila með liðinu næsta vetur.

Nýju leikmennirnir eru markvörðurinn Jovan Kukobat sem kemur frá KA og Karolis Stropus sem kemur frá Aftureldingu. Þeir léku einmitt báðir með liði Akureyrar handbolta sem nú er ekki lengur til. Kukobat er 33 ára gamall en Stropus þrítug skytta.

Sex leikmenn sem fyrir voru hjá Þór hafa samið við félagið um að spila áfram. Þetta eru þeir Arnar Þór Fylkisson markvörður, Garðar Már Jónsson hornamaður, Heimir Pálsson hornamaður, Ihor Kopyshynskyi hornamaður, Valþór Atli Guðrúnarson miðjumaður og Þórður Tandri Ágústsson línumaður.

Þórsarar taka fram á heimasíðu sinni að búast megi við því að fleiri leikmannasamningar verði undirritaðir á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×