Er stórútgerðin með þjóðinni í liði? Arnar Atlason skrifar 15. apríl 2020 14:50 Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar. Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi veiðiheimildanna. Skaðabótakröfuna byggja útgerðirnar á því að nýverið féll dómur í Hæstarétti þess efnis að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni hafi verið óheimilt að úthluta makrílkvóta með tilteknum hætti. Nánar tiltekið var honum óheimilt að sveigja frá því að fara að veiðireynslu og að úthluta þess í stað tilteknum hluta heimildanna til smábáta án reynslu. Ráðherrann fyrir hönd ríkisins og þjóðarinnar mátti ekki ráðstafa sameiginlegri eign landsmanna að vild. Sameign en samt einkaeign? Því er sú staða uppi, að margra áliti, að Hæstiréttur hafi í raun staðfest eignarhald útgerðanna á veiðiheimildunum þvert á lög um stjórn fiskveiða. Í fyrstu grein þeirra segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Hver og einn verður að hafa sína skoðun en sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að þetta hljóti að stangast á. Þessi staða hljóti einnig að ýta undir endurskoðun stjórnarskrár með einhverjum hætti, núverandi stjórnarskrá hljóti að teljast veik eða gölluð að þessu leyti. Sú staðreynd að handhafar veiðiheimildanna geti nú raunverulega talist bera skaða af því með hvaða hætti þeim er úthlutað hlýtur að vekja upp fjölda spurninga. Hugsanlega er stærsta spurningin sú hvort ekki eigi einfaldlega að fella úr gildi ákvæði sem ekki er raunverulegt eða virkt og nálgast verkefnið með öðrum hætti. Þá er átt við það verkefni að tryggja þjóðinni sem mestan afrakstur af auðlindinni. Svindl við vigtun afla Þann 6. apríl sl. var birt á vef stjórnartíðinda skýrsla um vigtun sjávarafla. Samkvæmt skýrslunni er vigt afla við svokallaða endurvigtun að meðaltali 1,7% of lág. Útgerðirnar spara sér árlega, segir jafnframt í skýrslunni, með þessu móti um 1 milljarð króna. (Endurvigtun afla er til útskýringar heimild fiskvinnslu til þess að vigta afla eftir að ís hefur verið fjarlægður.) Í skýrslunni segir að vigtin sem fiskvinnslan gefur upp sé þannig endanleg tala, þarna hafi aðilar möguleika á að selja sér sjálfdæmi. Endanleg tala komi ekki frá hlutlausum aðila heldur aðila sem mikið á undir viðskiptunum. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að aukið eftirlit með samþættum útgerðum, það er fyrirtækjum sem selja eða afhenda sjálfum sér aflann án sölu á opinberum markaði, sé líklegt til árangurs. Fiskistofa hefur að undanförnu gert úttektir á vigtun hjá þeim aðilum sem heimild hafa til endurvigtunar og má sjá þær niðurstöður á heimasíðu hennar. Í tölum fyrir janúar- og febrúarmánuð er versta tilfellið þannig að meðaltal það sem útgerð gefur upp er 12% hlutfall íss en úttekt Fiskistofu sýndi að hlutfall íss var einungis um 5%, Munurinn því 7%, útgerð í hag. Félagsleg undirboð Þessu til viðbótar hefur undirritaður margoft bent á að samþætt íslensk útgerðar- og vinnslufyrirtæki stunda stórkostlegar félagslegar undirgreiðslur á launum sjómanna og hafnargjöldum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að þessar útgerðir greiða allt að helmingi lægri laun en þær útgerðir sem landa á frjálsum markaði með sjávarfang. Má benda á nýlegar kröfur fulltrúa sjómanna í þá veru að ítarleg rannsókn fari fram á verðmyndun ýmissa tegunda. Jafnframt skal það rifjað upp að í kjölfar síðasta sjómannaverkfalls féllust sjómenn á að fiskverð það sem notast skyldi við í launauppgjöri, væri að lágmarki 25% lægra en verð á fiskmörkuðum þar sem fiskur selst hæsta verði. Sama verð nota umræddar útgerðir til þess að fá fram afslætti á hafnargjöldum í landinu. Ítrekað hefur verið sýnt fram á þetta, meðal annars í skýrslu KPMG frá árinu 2012. Hlutabótaleiðin og óunnin afli Á nýliðnu ári var magn þess afla sem fluttur var úr landi óunnin tæp 50 þúsund tonn. Bent hefur verið á það ítrekað að þessi tonn gætu skapað störf fyrir að lágmarki 500 manns. Í skilmálum vegna hlutabótaleiðarinnar sem fyrirtæki nýta sér nú í neyð í stórum stíl, einnig fiskvinnslufyrirtæki. Er hvergi minnst á þetta. Samþætt fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki gætu því valið að setja enn meira af eigin afla úr landi óunninn á sama tíma og þau lækka launakostnað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Er ekki mál að linni? Stærstu útgerðir landsins, sem hafa nú verndaðan aðgang að hinum gríðarlegu auðæfum sem felast í hafinu við landið, ættu alls ekki að þurfa afslátt né endurgreiðslu. Lögverndað aðgengi þeirra ætti að tryggja þeim forskot sem engu öðru er líkt. En það er engu líkara en stórútgerðin kæri sig ekki um að vera með þjóðinni í liði eða skila henni til baka sanngjörnum skerf af þeim auðæfum sem útgerðarmönnum hafa verið afhent. Ráðamenn þjóðarinnar verða að huga að því hvernig tryggja megi með öruggum hætti enn meiri afkomu Íslendinga af auðlindinni. Það getur ekki verið með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Arnar Atlason Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú um páskahelgina birti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, svar við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, formanns Viðreisnar, um bótakröfu útgerða vegna makrílúthlutunar. Þar kemur fram að tilteknar útgerðir hafi sett fram skaðabótakröfu á íslenska ríkið og þar með íslensku þjóðina upp á rúma 10 milljarða króna. Um hvað snýst málið ? Málið snýst um grundvallaratriði íslenska fiskveiðistjórnunarkerfisins sem er hver sé raunverulegur eigandi veiðiheimildanna. Skaðabótakröfuna byggja útgerðirnar á því að nýverið féll dómur í Hæstarétti þess efnis að þáverandi sjávarútvegsráðherra Jóni Bjarnasyni hafi verið óheimilt að úthluta makrílkvóta með tilteknum hætti. Nánar tiltekið var honum óheimilt að sveigja frá því að fara að veiðireynslu og að úthluta þess í stað tilteknum hluta heimildanna til smábáta án reynslu. Ráðherrann fyrir hönd ríkisins og þjóðarinnar mátti ekki ráðstafa sameiginlegri eign landsmanna að vild. Sameign en samt einkaeign? Því er sú staða uppi, að margra áliti, að Hæstiréttur hafi í raun staðfest eignarhald útgerðanna á veiðiheimildunum þvert á lög um stjórn fiskveiða. Í fyrstu grein þeirra segir: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Hver og einn verður að hafa sína skoðun en sá sem þetta ritar er þeirrar skoðunar að þetta hljóti að stangast á. Þessi staða hljóti einnig að ýta undir endurskoðun stjórnarskrár með einhverjum hætti, núverandi stjórnarskrá hljóti að teljast veik eða gölluð að þessu leyti. Sú staðreynd að handhafar veiðiheimildanna geti nú raunverulega talist bera skaða af því með hvaða hætti þeim er úthlutað hlýtur að vekja upp fjölda spurninga. Hugsanlega er stærsta spurningin sú hvort ekki eigi einfaldlega að fella úr gildi ákvæði sem ekki er raunverulegt eða virkt og nálgast verkefnið með öðrum hætti. Þá er átt við það verkefni að tryggja þjóðinni sem mestan afrakstur af auðlindinni. Svindl við vigtun afla Þann 6. apríl sl. var birt á vef stjórnartíðinda skýrsla um vigtun sjávarafla. Samkvæmt skýrslunni er vigt afla við svokallaða endurvigtun að meðaltali 1,7% of lág. Útgerðirnar spara sér árlega, segir jafnframt í skýrslunni, með þessu móti um 1 milljarð króna. (Endurvigtun afla er til útskýringar heimild fiskvinnslu til þess að vigta afla eftir að ís hefur verið fjarlægður.) Í skýrslunni segir að vigtin sem fiskvinnslan gefur upp sé þannig endanleg tala, þarna hafi aðilar möguleika á að selja sér sjálfdæmi. Endanleg tala komi ekki frá hlutlausum aðila heldur aðila sem mikið á undir viðskiptunum. Niðurstöðurnar benda einnig til þess að aukið eftirlit með samþættum útgerðum, það er fyrirtækjum sem selja eða afhenda sjálfum sér aflann án sölu á opinberum markaði, sé líklegt til árangurs. Fiskistofa hefur að undanförnu gert úttektir á vigtun hjá þeim aðilum sem heimild hafa til endurvigtunar og má sjá þær niðurstöður á heimasíðu hennar. Í tölum fyrir janúar- og febrúarmánuð er versta tilfellið þannig að meðaltal það sem útgerð gefur upp er 12% hlutfall íss en úttekt Fiskistofu sýndi að hlutfall íss var einungis um 5%, Munurinn því 7%, útgerð í hag. Félagsleg undirboð Þessu til viðbótar hefur undirritaður margoft bent á að samþætt íslensk útgerðar- og vinnslufyrirtæki stunda stórkostlegar félagslegar undirgreiðslur á launum sjómanna og hafnargjöldum. Ítrekað hefur verið sýnt fram á að þessar útgerðir greiða allt að helmingi lægri laun en þær útgerðir sem landa á frjálsum markaði með sjávarfang. Má benda á nýlegar kröfur fulltrúa sjómanna í þá veru að ítarleg rannsókn fari fram á verðmyndun ýmissa tegunda. Jafnframt skal það rifjað upp að í kjölfar síðasta sjómannaverkfalls féllust sjómenn á að fiskverð það sem notast skyldi við í launauppgjöri, væri að lágmarki 25% lægra en verð á fiskmörkuðum þar sem fiskur selst hæsta verði. Sama verð nota umræddar útgerðir til þess að fá fram afslætti á hafnargjöldum í landinu. Ítrekað hefur verið sýnt fram á þetta, meðal annars í skýrslu KPMG frá árinu 2012. Hlutabótaleiðin og óunnin afli Á nýliðnu ári var magn þess afla sem fluttur var úr landi óunnin tæp 50 þúsund tonn. Bent hefur verið á það ítrekað að þessi tonn gætu skapað störf fyrir að lágmarki 500 manns. Í skilmálum vegna hlutabótaleiðarinnar sem fyrirtæki nýta sér nú í neyð í stórum stíl, einnig fiskvinnslufyrirtæki. Er hvergi minnst á þetta. Samþætt fiskvinnslu og útgerðarfyrirtæki gætu því valið að setja enn meira af eigin afla úr landi óunninn á sama tíma og þau lækka launakostnað með því að nýta sér hlutabótaleiðina. Er ekki mál að linni? Stærstu útgerðir landsins, sem hafa nú verndaðan aðgang að hinum gríðarlegu auðæfum sem felast í hafinu við landið, ættu alls ekki að þurfa afslátt né endurgreiðslu. Lögverndað aðgengi þeirra ætti að tryggja þeim forskot sem engu öðru er líkt. En það er engu líkara en stórútgerðin kæri sig ekki um að vera með þjóðinni í liði eða skila henni til baka sanngjörnum skerf af þeim auðæfum sem útgerðarmönnum hafa verið afhent. Ráðamenn þjóðarinnar verða að huga að því hvernig tryggja megi með öruggum hætti enn meiri afkomu Íslendinga af auðlindinni. Það getur ekki verið með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Höfundur er formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun