Sport

Svona var Sportið í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sportið í dag, alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00.
Sportið í dag, alla virka daga á Stöð 2 Sport klukkan 15:00. vísir/vilhelm

Í Sportinu í dag var teymi Stöðvar 2 Sports í kringum Pepsi Max-deildirnar kynnt. Guðmundur Benediktsson, nýr umsjónarmaður uppgjörsþáttarins karlamegin, settist í stólinn hjá Henry Birgi Gunnarssyni og Kjartani Atla Kjartanssyni.

Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Patrekur Jóhannesson er þegar byrjaður að láta til sín taka sem nýr þjálfari handboltaliðs Stjörnunnar. Hann kemur þó að fleiru í Garðabænum og fór yfir þau mál í spjalli í þættinum.

Púlsinn var sömuleiðis tekinn á Valsaranum Aroni Bjarnasyni. Hann er í láni á Hlíðarenda en hann spilaði í Ungverjalandi síðasta vetur.

Svo var kíkt í klefann hjá körfuboltaliði Stjörnunnar og í grillveislu í Keflavík.

Klippa: Sportið í dag

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×