Lífið

Ræktaði gulrótarhönd

Gulrótarhönd.
Gulrótarhönd.

Bretanum Peter Jackson var heldur brugðið á dögunum þegar hann hugðist taka upp gulrætur í garðinum. Þá blasti við honum gulrót sem er nákvæmlega eins í laginu og mannshönd.

Jackson, sem er 66 ára ellilífeyrisþegi, brást hinn eðlilegasti við, tók mynd af henni og borðaði hana síðan.

Dóttir Jacksons er kokkur en hún segist aldrei hafa séð annað eins. Hún segir að pabbi sinn hafi gert góðlátlegt grín að gulrótinni en ekkert velt hlutunum frekar fyrir sér. Hann borðaði hana og þótti hún eins á bragðið og aðrar gulrætur.

Svo bætir hún við að lokum: „Við höfum ekki ræktað neitt undarlegt síðan - hvorki fætur né aðra hönd. Það er í það minnsta ekkert sem bendir til þess að garðurinn sé að vinna lí því að rækta gulrótarmann."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.