Auðvitað er fyndið að syngja með GusGus þegar maður er orðinn afi 19. september 2009 03:30 Auk þess að syngja með nokkrum hljómsveitum er Daníel Ágúst orðinn faðir á ný. Hann segir mikið líf og fjör ríkja á heimilinu þessa dagana.fréttablaðið/stefán Það er í nógu að snúast hjá Daníel Ágústi Haraldssyni. Hann varð faðir í annað sinn fyrir skemmstu en þarf að taka sér frí frá bleyjuskiptingum innan tíðar til að spila á tónleikum úti í heimi með teknóhljómsveitinni sinni, GusGus. Hljómsveitin GusGus hefur verið starfrækt frá árinu 1995 og hefur síðan þá gengið í gegnum þó nokkrar breytingar. Sveitin, sem í upphafi var tólf manna fjöllistahópur, er nú skipuð þeim Daníel Ágústi Haraldssyni, Birgi Þórarinssyni og Stephan Stephensen, en Daníel Ágúst gekk aftur til liðs við hljómsveitina í lok ársins 2007 eftir brotthvarf söngkonunnar Urðar Hákonardóttur. Auk þess að hafa gengið til liðs á ný við GusGus sinnir Daníel Ágúst öðrum tónlistarverkefnum ásamt því að vera nýbakaður faðir. Aðspurður segir Daníel Ágúst að það hafi verið mjög auðveld ákvörðun að ganga aftur til liðs við hljómsveitina og að hann hafi í raun aldrei alveg hætt. „Ég hef alltaf átt lög á plötum GusGus eftir að ég hætti og því var þetta mjög eðlileg ákvörðun. GusGus er fyrirbæri líkt og einfrumungur sem breytist og mótast á ófyrirsjáanlegan hátt þannig að maður er stanslaust að upplifa eitthvað nýtt og fær því aldrei nóg,“ segir söngvarinn. Hljómsveitin tók upp sína sjöttu breiðskífu, sem ber nafnið 24/7, í Tankinum við Flateyri í vetur. Platan, sem þykir nokkuð rólegri en fyrri plötur hljómsveitarinnar, hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. „Ég held að það megi alveg kalla þetta rólegra partí, en tónlistin er á ágætum hraða fyrir mig því ég er orðinn svo gamall,“ segir Daníel Ágúst brosandi.Erfitt að fara frá fjölskyldunniFyrir gerð plötunnar ákváðu hljómsveitarmeðlimir að breyta ímynd sinni með aðstoð hárdoktorsins Jóns Atla Helgasonar og segir Daníel Ágúst að útlitsbreytingin hafi komið í kjölfar mannabreytinganna innan sveitarinnar. „Eftir að við ákváðum að vera bara þrír strákar í strákabandi ákváðum við að hafa snyrtimennskuna í fyrirrúmi og vera svolítið strákslegir þrátt fyrir að vera komnir á miðjan aldur og fengum Jón Atla til að aðstoða okkur við þá umbreytingu,“ útskýrir hann. GusGus mun fylgja nýrri plötu eftir með ströngu tónleikahaldi og segist Daníel Ágúst bæði kvíða fyrir ferðalaginu og hlakka til. „Þetta verður þriggja vikna ferðalag og sextán tónleikar þannig að þetta verður mikið álag bæði á sál og líkama. Það verður líka erfitt að vera frá fjölskyldunni í þennan tíma, en ég treysti á félagana til að gera þetta skemmtilegt,“ segir Daníel Ágúst, sem eignaðist sitt annað barn hinn 11. september síðastliðinn með sambýliskonu sinni, listakonunni Kitty von Sometime. Fyrir á hann dóttur úr fyrra hjónabandi og á sú tveggja ára gamla dóttur. „Fæðingin gekk mjög vel og allir eru ánægðir og hamingjusamir. Eldri dóttir mín og barnabarn búa hjá okkur þannig að ég sem karlmaður er í miklum minnihluta á heimilinu.“ Aðspurður segir hann vissulega skrýtið að hugsa til þess að hann sé nú afi í teknóhljómsveit. „Það er fyndið að hugsa til þess að maður sé teknóafi, en fólk sem er komið yfir miðjan aldur hættir ekki að skapa fyrir það og tónlistin er það sem ég geri,“ segir Daníel Ágúst. Tónlistin er eins og leikvöllurAuk þess að starfa með GusGus er Daníel Ágúst að sinna sólóverkefnum og syngur einnig með hljómsveitunum Nýdönsk og Esju. Hann segist ekki eiga í vandræðum með að skipta svo ört á milli tónlistarstefna, heldur sé það orðið honum eðlislægt. „Tónlistin er eins og leikvöllur fyrir mér, maður hefur ekki gaman af því að hanga alltaf í sama leiktækinu. Það sem ég fæ til dæmis út úr því að spila með Nýdönsk er að þar syng ég á íslensku, sem er allt öðruvísi en að syngja á ensku eins og ég geri með Esju og GusGus,“ útskýrir Daníel Ágúst. Þrátt fyrir að vera þaulvanur söngvari segist Daníel Ágúst enn finna fyrir örlitlum sviðsskrekk fyrir tónleikahald. „Ég kann vel við mig á sviðinu. Það sem gerist er að það eiga sér stað einhver hamskipti og maður hverfur algjörlega inn í tónlistina og það myndast orka sem verður aðeins til þegar maður er uppi á sviði. Það er eins og áhorfandinn taki þátt í því hvernig tónlistarflutningurinn þróast. En ég neita því ekki að ég fæ enn smá sviðsskjálfta fyrir tónleika,“ segir Daníel Ágúst að lokum. Útgáfutónleikar GusGus fara fram laugardaginn 26. september næstkomandi í bakgarði verslunarinnar Nikita við Laugaveg 56. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. sara@frettabladid.is Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira
Það er í nógu að snúast hjá Daníel Ágústi Haraldssyni. Hann varð faðir í annað sinn fyrir skemmstu en þarf að taka sér frí frá bleyjuskiptingum innan tíðar til að spila á tónleikum úti í heimi með teknóhljómsveitinni sinni, GusGus. Hljómsveitin GusGus hefur verið starfrækt frá árinu 1995 og hefur síðan þá gengið í gegnum þó nokkrar breytingar. Sveitin, sem í upphafi var tólf manna fjöllistahópur, er nú skipuð þeim Daníel Ágústi Haraldssyni, Birgi Þórarinssyni og Stephan Stephensen, en Daníel Ágúst gekk aftur til liðs við hljómsveitina í lok ársins 2007 eftir brotthvarf söngkonunnar Urðar Hákonardóttur. Auk þess að hafa gengið til liðs á ný við GusGus sinnir Daníel Ágúst öðrum tónlistarverkefnum ásamt því að vera nýbakaður faðir. Aðspurður segir Daníel Ágúst að það hafi verið mjög auðveld ákvörðun að ganga aftur til liðs við hljómsveitina og að hann hafi í raun aldrei alveg hætt. „Ég hef alltaf átt lög á plötum GusGus eftir að ég hætti og því var þetta mjög eðlileg ákvörðun. GusGus er fyrirbæri líkt og einfrumungur sem breytist og mótast á ófyrirsjáanlegan hátt þannig að maður er stanslaust að upplifa eitthvað nýtt og fær því aldrei nóg,“ segir söngvarinn. Hljómsveitin tók upp sína sjöttu breiðskífu, sem ber nafnið 24/7, í Tankinum við Flateyri í vetur. Platan, sem þykir nokkuð rólegri en fyrri plötur hljómsveitarinnar, hefur hlotið góða dóma gagnrýnenda. „Ég held að það megi alveg kalla þetta rólegra partí, en tónlistin er á ágætum hraða fyrir mig því ég er orðinn svo gamall,“ segir Daníel Ágúst brosandi.Erfitt að fara frá fjölskyldunniFyrir gerð plötunnar ákváðu hljómsveitarmeðlimir að breyta ímynd sinni með aðstoð hárdoktorsins Jóns Atla Helgasonar og segir Daníel Ágúst að útlitsbreytingin hafi komið í kjölfar mannabreytinganna innan sveitarinnar. „Eftir að við ákváðum að vera bara þrír strákar í strákabandi ákváðum við að hafa snyrtimennskuna í fyrirrúmi og vera svolítið strákslegir þrátt fyrir að vera komnir á miðjan aldur og fengum Jón Atla til að aðstoða okkur við þá umbreytingu,“ útskýrir hann. GusGus mun fylgja nýrri plötu eftir með ströngu tónleikahaldi og segist Daníel Ágúst bæði kvíða fyrir ferðalaginu og hlakka til. „Þetta verður þriggja vikna ferðalag og sextán tónleikar þannig að þetta verður mikið álag bæði á sál og líkama. Það verður líka erfitt að vera frá fjölskyldunni í þennan tíma, en ég treysti á félagana til að gera þetta skemmtilegt,“ segir Daníel Ágúst, sem eignaðist sitt annað barn hinn 11. september síðastliðinn með sambýliskonu sinni, listakonunni Kitty von Sometime. Fyrir á hann dóttur úr fyrra hjónabandi og á sú tveggja ára gamla dóttur. „Fæðingin gekk mjög vel og allir eru ánægðir og hamingjusamir. Eldri dóttir mín og barnabarn búa hjá okkur þannig að ég sem karlmaður er í miklum minnihluta á heimilinu.“ Aðspurður segir hann vissulega skrýtið að hugsa til þess að hann sé nú afi í teknóhljómsveit. „Það er fyndið að hugsa til þess að maður sé teknóafi, en fólk sem er komið yfir miðjan aldur hættir ekki að skapa fyrir það og tónlistin er það sem ég geri,“ segir Daníel Ágúst. Tónlistin er eins og leikvöllurAuk þess að starfa með GusGus er Daníel Ágúst að sinna sólóverkefnum og syngur einnig með hljómsveitunum Nýdönsk og Esju. Hann segist ekki eiga í vandræðum með að skipta svo ört á milli tónlistarstefna, heldur sé það orðið honum eðlislægt. „Tónlistin er eins og leikvöllur fyrir mér, maður hefur ekki gaman af því að hanga alltaf í sama leiktækinu. Það sem ég fæ til dæmis út úr því að spila með Nýdönsk er að þar syng ég á íslensku, sem er allt öðruvísi en að syngja á ensku eins og ég geri með Esju og GusGus,“ útskýrir Daníel Ágúst. Þrátt fyrir að vera þaulvanur söngvari segist Daníel Ágúst enn finna fyrir örlitlum sviðsskrekk fyrir tónleikahald. „Ég kann vel við mig á sviðinu. Það sem gerist er að það eiga sér stað einhver hamskipti og maður hverfur algjörlega inn í tónlistina og það myndast orka sem verður aðeins til þegar maður er uppi á sviði. Það er eins og áhorfandinn taki þátt í því hvernig tónlistarflutningurinn þróast. En ég neita því ekki að ég fæ enn smá sviðsskjálfta fyrir tónleika,“ segir Daníel Ágúst að lokum. Útgáfutónleikar GusGus fara fram laugardaginn 26. september næstkomandi í bakgarði verslunarinnar Nikita við Laugaveg 56. Aðgangur er ókeypis og hefjast tónleikarnir klukkan 21.00. sara@frettabladid.is
Mest lesið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn Lífið Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Lífið Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Lífið Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Fleiri fréttir Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugs Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Sjá meira