Vanmetum ekki foreldra Kolbrún Baldursdóttir skrifar 22. janúar 2020 19:00 Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Vísbendingar eru um að meirihlutinn í borginni endurskoði ákvörðun sína um styttingu opnunartíma leikskóla. Fram hefur komið að nú eigi að gera jafnréttismat og hafa samráð við foreldra sem ekki var gert áður en þessi ákvörðun var tekin. Fram hefur einnig komið að þessi ákvörðun verði ekki staðfest í borgarráði 23. janúar eins og upphaflega stóð til. Tilkynnt hefur verið að þessi breyting taki ekki gildi 1. apríl eins og upphaflega stóð til. Ákvörðun um styttingu opnunartíma leikskóla var samþykkt í skóla- og frístundarráði fyrir stuttu og kom flestum á óvart. Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa. Rökin fyrir ákvörðuninni eru sett í tilfinningalegan búning og tengd við hvað sé barni fyrir bestu. En um það er varla deilt. Hin raunverulega ástæða tel ég vera viljaleysi borgaryfirvalda að hækka laun og bæta aðstæður starfsmanna á leikskólum. Hagsmunir barna ráða för Foreldrar þekkja börn sín, líðan þeirra og þarfir. Sjái foreldrar að níu tímar á dag er of mikið fyrir börn sín á leikskóla bregðast flestir við með því að sækja þau fyrr alltaf þegar þau geta það. Ekki á að vanmeta foreldra eða ganga út frá því að þeir vilji geyma barnið sitt sem lengst í leikskólanum. Börn eru misjöfn í eðli sínu og á þeim er dagamunur eins og gengur. Langflestum börnum þykir gaman á leikskóla enda líður þeim þar vel. Samvera við önnur börn er sérhverju barni bráðnauðsynleg. En áríðandi er, sýni barn leiða og þreytu síðasta klukkutímann í leikskólanum, að foreldrar séu upplýstir um það til að geta leitað annarra leiða þótt ekki væri nema hluta vikunnar. Hagsmunir barna eiga ávallt að ráða för. Það er ekki hlutverk skóla- og frístundarráðs að ala upp foreldra þótt vissulega sé sjálfsagt að koma með ábendingar. Ákvörðun sem þessi hefur víðtæk áhrif á vinnumál mjög margra foreldra. Kerfisbreytingin mun leiða til aukins ójafnvægis og álags fyrir hóp foreldra nema hún sé tekin í samráði við alla hlutaðeigandi aðila. Hún þarf einnig að vera tekin í takti við aðstæður foreldra, atvinnulífið og umræðuna um styttingu vinnuvikunnar. Stytting vinnuviku er nú eitt helsta baráttumál verkalýðshreyfingarinnar. Vegna þess hversu aðstæður eru mismunandi hjá foreldrum er mikilvægt að hafa val. Hvort félagsþjónustan geti fundið viðeigandi lausnir fyrir þá foreldra sem lenda í vandræðum verði opnunartími leikskóla styttur er stór spurning. Það er heldur ekki lausn að setja ábyrgðina um sveigjanlegan opnunartíma í samræmi við þarfir foreldra alfarið á herðar leikskólanna eins og Sjálfstæðisflokkur lagði til í borgarstjórn. Ef öllum foreldrum stendur ekki til boða sami opnunartími býður það upp á hættu á mismunun. Ráðast þarf að rót vandans sem er mannekla og rót mannekluvanda eru lág laun í leikskólum. Einnig þarf að finna leiðir til að létta á álagi og má gera það t.d. með því að vaktaskipta deginum. Lítið pláss og mannekla einkenna leikskóla og það hefur neikvæð áhrif á börn og starfsfólk. Áherslan ætti að vera á að tryggja að slíkar aðstæður séu aldrei í leikskólastarfi. Höfundur er borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun