Handbolti

Fyrir rúmlega 800.000 krónur getur þú stýrt ÍR í Olís-deildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þú gætir stýrt ÍR-ingum í einum leik á næsta tímabili fyrir litlar 825.000 krónur.
Þú gætir stýrt ÍR-ingum í einum leik á næsta tímabili fyrir litlar 825.000 krónur. vísir/bára

Þótt ÍR eigi í fjárhagsvandræðum eru menn þar á bæ ekki af baki dottnir og fara frumlegir leiðir í fjáröflun.

ÍR-ingar hafa sett af stað söfnun á Karolinafund þar sem hægt er að styrkja félagið með ýmsum leiðum.

Meðal þess sem fólk getur keypt er sæti í stúkunni og fótspor á svölunum í Austurbergi. Einnig geturðu keypt þig inn í leikmannahóp ÍR.

Ekki nóg með það heldur getur þú fengið að vera aðstoðarþjálfari ÍR í einum leik í Olís-deild karla. Það kostar 330.000 krónur. Og fyrir litlar 825.000 krónur getur þú verið aðalþjálfari ÍR í einum leik.

„Ég er tilbúinn að selja að vera aðalþjálfari í einum leik en ætli ég breyti mér þá ekki í aðstoðarþjálfara,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Henry Birgi Gunnarsson í Sportinu í dag.

„Við vonumst til að þetta mælist vel fyrir. Þetta er einföld leið til að styrkja starfið. Það þarf ekki að gera neitt nema leggja til peninga. Vonandi gengur þetta vel,“ bætti Kristinn við. Hann er nýtekinn við liði ÍR af Bjarna Fritzsyni.

ÍR-ingar stefna á að safna rúmlega einni og hálfri milljón króna. Söfnunina má nálgast með því að smella hér.

Klippa: Sportið í dag - Frumleg fjáröflun ÍR

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.


Tengdar fréttir

ÍR dregur kvenna- og U-liðið úr keppni

Handknattleiksdeild ÍR hefur ákveðið að draga kvenna- og U-lið félagsins úr keppni á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Sigurður Rúnarsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í Sportinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×