Sport

Sportið í dag: Arnar Sveinn, Guðlaug Edda og frumleg fjáröflun ÍR-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atla stjórna Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atla stjórna Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Það verður nóg um að vera í Sportinu í dag sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna, mætir í heimsókn og fer yfir stöðu íþróttamanna en margir þeirra þurfa að semja upp á nýtt þessa dagana. 

Strákarnir kíktu í heimsókn til þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur en hún hugsar út fyrir kassann til þess að geta æft áfram af krafti. 

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, verður á línunni en hann spilar í Belgíu og þar er búið að flauta tímabilið af. 

Kristinn Björgúlfsson, nýráðinn þjálfari handboltaliðs ÍR, fer nýstárlegar leiðir í fjáröflun þessa dagana og meðal annars er hægt að kaupa þjálfarastöðu félagsins. Einnig verður staða handboltans í Þrótti skoðuð.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.