Sport

Sportið í dag: Arnar Sveinn, Guðlaug Edda og frumleg fjáröflun ÍR-inga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atla stjórna Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atla stjórna Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Það verður nóg um að vera í Sportinu í dag sem hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtakanna, mætir í heimsókn og fer yfir stöðu íþróttamanna en margir þeirra þurfa að semja upp á nýtt þessa dagana. 

Strákarnir kíktu í heimsókn til þríþrautarkonunnar Guðlaugar Eddu Hannesdóttur en hún hugsar út fyrir kassann til þess að geta æft áfram af krafti. 

Ari Freyr Skúlason, landsliðsmaður í fótbolta, verður á línunni en hann spilar í Belgíu og þar er búið að flauta tímabilið af. 

Kristinn Björgúlfsson, nýráðinn þjálfari handboltaliðs ÍR, fer nýstárlegar leiðir í fjáröflun þessa dagana og meðal annars er hægt að kaupa þjálfarastöðu félagsins. Einnig verður staða handboltans í Þrótti skoðuð.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×