Handbolti

Alfreð bað dómara um breytingar

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Gíslason tók við þýska landsliðinu í febrúar en á enn eftir að stýra því í landsleik vegna kórónuveirufaraldursins. Hann stýrði áður Kiel.
Alfreð Gíslason tók við þýska landsliðinu í febrúar en á enn eftir að stýra því í landsleik vegna kórónuveirufaraldursins. Hann stýrði áður Kiel. VÍSIR/EPA

Alfreð Gíslason og fleiri landsliðsþjálfarar Þýskalands í handbolta hafa nýtt hléið sem er í gangi íþróttum til að funda með 40 dómurum úr þýsku deildunum.

Fundirnir eru ætlaðir til þess að dómarar og þjálfarar geti rætt ýmis mál nú þegar mikill tími gefst til.

Fyrsti fundurinn var 75 mínútur og fór að sjálfsögðu fram í gegnum tölvu vegna samkomubanns. Meðal annars var rætt um hugsanlega breytingu á reglum IHF um leiktöf, þannig að aðeins mætti senda boltann fjórum sinnum í stað sex sinnum eftir að dómarar gefa merki um að það sé að koma leiktöf.

Einnig veltu menn vöngum yfir því af hverju leikmenn þýska landsliðsins hefðu fengið flestar brottvísanir á síðustu tveimur stórmótum. Yfirmaður dómaramála, Wolfgang Jamelle, sagði við Handball-World að það hefði verið ósk Alfreðs að farið yrði að dæma eftir sömu línu í þýsku deildarkeppninni eins og á EM og HM.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.