Handbolti

Alfreð í sóttkví | Liðsfélagar Ýmis og Alexanders smitaðir

Sindri Sverrisson skrifar
Alfreð Gíslason var ráðinn þjálfari Þýskalands í síðasta mánuði.
Alfreð Gíslason var ráðinn þjálfari Þýskalands í síðasta mánuði. vísir/getty

Alfreð Gíslason var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins í handbolta í síðasta mánuði. Hann er nú kominn í sóttkví líkt og leikmenn liðsins eftir að einn þeirra smitaðist af kórónuveirunni, samkvæmt Handball World.

Jannik Kohlbacher, leikmaður Rhein-Neckar Löwen, greindist með veiruna eftir skoðun í gær. Niðurstaðan lá fyrir síðdegis í dag.

Kohlbacher var einn þeirra leikmanna sem Alfreð fékk til æfinga í fjóra daga í Aschersleben í síðustu viku, og því mælti læknir landsliðsins með því að allir sem að liðinu standa færu í sóttkví í tvær vikur.

Til stóð að þýska liðið myndi mæta lærisveinum Erlings Richardssonar í hollenska landsliðinu í vináttulandsleik, til undirbúnings fyrir ólympíuumspilið í apríl. Fyrst var áhorfendabann sett á leikinn en síðasta fimmtudag var ljóst að leikurinn færi ekki fram.

Kohlbacher er annar leikmaður Löwen sem greinist með kórónuveiruna. Þeir Alexander Petersson og Ýmir Örn Gíslason eru leikmenn liðsins. Samkvæmt yfirlýsingu frá Löwen hafa þeir liðsfélagar Mensah sem áttu í samskiptum við hann verið settir í sóttkví.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×