Innlent

Segja alla geta notið góðs af aðild Íslands

Frá heimsókn Evrópuþingmanna til Íslands á dögunum. Tveir þeirra segja í nýlegum pistlum að aðild Íslands geti haft í för með sér kosti fyrir báða aðila. Fréttablaðið/Vilhelm
Frá heimsókn Evrópuþingmanna til Íslands á dögunum. Tveir þeirra segja í nýlegum pistlum að aðild Íslands geti haft í för með sér kosti fyrir báða aðila. Fréttablaðið/Vilhelm
Tveir fulltrúar í sendinefnd Evrópuþingsins sem kom hingað til lands á dögunum rituðu greinar á vef Public Service Europe skömmu eftir heimsókn sína þar sem þeir hvetja Íslendinga til að kynna sér kosti aðildar að Evrópusambandinu (ESB) og telja að það geti orðið bæði sambandinu og Íslandi til góðs.

Rúmeninn Cristian Preda, sem fór fyrir téðri sendinefnd, segir stöðu Íslands í aðildarviðræðunum vera óvenjulega þar sem landið uppfylli þegar ýmis skilyrði ESB og sé jafnvel framar ESB-löndum að mörgu leyti. Preda segir að með aðild njóti allir góðs af því að ESB fái í sínn hóp ríki sem stendur framarlega á mörgum sviðum, og Ísland fái þess í stað aðkomu að ákvörðunum sem snerti það beint.

Hann segir þó að ekki sé allt unnið. Þrjú lykilmálefni séu enn óleyst, Icesave-málið, sjávarútvegur og almenningsálit innanlands. Preda segir Icesave sennilega munu leysast með auknum heimtum úr þrotabúi Landsbankans og samninganefndir ESB muni þurfa að líta til sérstöðu Íslands varðandi sjávarútveg.

Loks segist hann fagna því að tekist sé á um ESB-aðildina hér á landi því að opinber skoðanaskipti beri vott um virkt lýðræði. Stallsystir Preda frá Litháen, Laima Andrikiene, slær á svipaða strengi í sinni grein, en varar við því að verði aðildarviðræðurnar notaðar sem vopn í pólitískum átökum innanlands gæti það veikt samningsstöðu landsins.- þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×