Svínakjöt hækkaði í verði um 42 prósent 20. september 2011 04:00 Verð á kjöti hefur hækkað töluvert á síðasta ári, mest á svínakjöti. fréttablaðið/pjetur „Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ Verð á kjöti frá framleiðendum til smásala eða sjálfstæðra kjötvinnslna hefur hækkað mikið síðan í júní í fyrra. Þá hefur svínakjöt hækkað mest, um 42 prósent. Finnur segir að ljóst sé að ekki væri verið að hækka verð á kjöti jafn mikið og raun ber vitni ef framboðið væri nóg til að anna eftirspurn á markaðnum. Tæplega þrjátíu prósenta samdráttur varð í sölu á lambakjöti í júlí á milli ára og fimmtán prósent í ágúst. Finnur bendir þar á að þetta séu tveir afar söluháir mánuðir, en þó hafi sala á svínakjöti dregist saman um tíu prósent. „Kjöt er hluti af útgjöldum heimilanna. Það segir sig sjálft að þrjátíu prósenta hækkun á kjötverði í fimm prósenta verðbólgu hefur áhrif inn í vísitöluna,“ segir Finnur. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, tekur í sama streng. Hann telur víst að skýringin á skorti á lambakjöti í landinu sé aukinn útflutningur. „27 prósenta samdráttur í sölu á lambakjöti í júlí getur ekki skýrst af neinu öðru,“ segir Leifur. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bændasamtökunum jókst framleiðsla á lambakjöti um 104 prósent á síðasta ársfjórðungi. Framleiðsla á svínakjöti dróst hins vegar saman um tæp sjö prósent. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins 6. júlí síðastliðinn og óskuðu eftir rannsókn á því sem þau telja óeðlilega verðhækkun á svínakjöti, kjúklingakjöti og eggjum. Í beiðni SVÞ til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mikla fákeppni á markaði megi meðal annars skýra með vísan til eignarhalds á framleiðslufyrirtækjum, en þar séu krosseignatengsl mikil. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu stór aðili er einn að þessum framleiðslumarkaði,“ segir Andrés Magnússon, formaður SVÞ, og vísar þar í Stjörnugrís og Stjörnuegg, sem eiga hvort um sig um sjötíu prósenta markaðshlutdeild. „Við teljum að fyrirtækin séu að nýta sér það með hærri verðlagningu að stjórnvöld leggi stein í götu innflutnings.“ Ekki náðist í Hörð Harðarson, formann Samtaka svínabænda, í gær. sunna@frettabladid.is Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Það er staðreynd að viðvarandi kjötskortur er að hafa áhrif á verðlagið,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Þær aðgerðir stjórnvalda sem koma í veg fyrir innflutning birtast nú í því.“ Verð á kjöti frá framleiðendum til smásala eða sjálfstæðra kjötvinnslna hefur hækkað mikið síðan í júní í fyrra. Þá hefur svínakjöt hækkað mest, um 42 prósent. Finnur segir að ljóst sé að ekki væri verið að hækka verð á kjöti jafn mikið og raun ber vitni ef framboðið væri nóg til að anna eftirspurn á markaðnum. Tæplega þrjátíu prósenta samdráttur varð í sölu á lambakjöti í júlí á milli ára og fimmtán prósent í ágúst. Finnur bendir þar á að þetta séu tveir afar söluháir mánuðir, en þó hafi sala á svínakjöti dregist saman um tíu prósent. „Kjöt er hluti af útgjöldum heimilanna. Það segir sig sjálft að þrjátíu prósenta hækkun á kjötverði í fimm prósenta verðbólgu hefur áhrif inn í vísitöluna,“ segir Finnur. Leifur Þórsson, framkvæmdastjóri Ferskra kjötvara, tekur í sama streng. Hann telur víst að skýringin á skorti á lambakjöti í landinu sé aukinn útflutningur. „27 prósenta samdráttur í sölu á lambakjöti í júlí getur ekki skýrst af neinu öðru,“ segir Leifur. Samkvæmt nýjustu tölum frá Bændasamtökunum jókst framleiðsla á lambakjöti um 104 prósent á síðasta ársfjórðungi. Framleiðsla á svínakjöti dróst hins vegar saman um tæp sjö prósent. Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) kvörtuðu til Samkeppniseftirlitsins 6. júlí síðastliðinn og óskuðu eftir rannsókn á því sem þau telja óeðlilega verðhækkun á svínakjöti, kjúklingakjöti og eggjum. Í beiðni SVÞ til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að mikla fákeppni á markaði megi meðal annars skýra með vísan til eignarhalds á framleiðslufyrirtækjum, en þar séu krosseignatengsl mikil. „Við höfum miklar áhyggjur af því hversu stór aðili er einn að þessum framleiðslumarkaði,“ segir Andrés Magnússon, formaður SVÞ, og vísar þar í Stjörnugrís og Stjörnuegg, sem eiga hvort um sig um sjötíu prósenta markaðshlutdeild. „Við teljum að fyrirtækin séu að nýta sér það með hærri verðlagningu að stjórnvöld leggi stein í götu innflutnings.“ Ekki náðist í Hörð Harðarson, formann Samtaka svínabænda, í gær. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira