Innlent

Við höfum aldrei verið veikari - samkvæmt Gallup

Veikindi.
Veikindi.
Mikið var um að fólk fyndi fyrir veikindum á Íslandi í síðustu viku samkvæmt samfélagsmælingum Capacent.

Alls fundu 23% þjóðarinnar fyrir hausverki, flensu eða kvefi samkvæmt mælingunum og eru það mestu veikindi frá því að mælingarnar hófust.

Þegar heilsa er metin er fólk spurt um líðan daginn áður. „Veikir“ eru þeir sem voru veikir vegna hausverkjar, flensu eða kvefs. Í síðustu viku sögðust 23% hrjást af veikindum sem er hæsta gildi frá upphafi. Þar af sögðust 28,3% kvenna finna fyrir veikindum og 18,5% karla.

Á sama tíma í fyrra sögðust tæplega 17% finna fyrir veikindum og hæsta gildið fram til þessa var í mars 2011 þegar 19,3% voru veikir.

Capacent hefur frá því í maí 2010 gert mælingar á nokkrum þáttum sem tengjast líðan og stöðu Íslendinga.

Birting þessara samfélagsmælikvarða hófst um síðustu áramót undir merki Þjóðarpúlsins. Þessum mælikvörðum er ætlað að veita upplýsingar um stöðuna á ýmsum þáttum sem snerta lífið í landinu á hverjum tímapunkti og vera viðbót við hagrænar mælingar á stöðu þjóðfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×