Erlent

Tekinn af lífi á fimmtudaginn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hundruð þúsunda manna hafa krafist þess að Davis verði látinn laus.
Hundruð þúsunda manna hafa krafist þess að Davis verði látinn laus. Mynd/ AFP.
Hinn 42 ára gamli Troy Davis verður tekinn af lífi með banvænni sprautu fangelsi í Georgíufylki aðfaranótt fimmtudagsins, gangi fyrirætlanir yfirvalda þar eftir. Hann var dæmdur sekur um morð í Svannah í Georgíu árið 1989. Aftökunni hefur verið frestað fjórum sinnum og það finnast ekki efnislega sannanir fyrir sekt hans. Amnesty International segjast óttast að verið sé að refsa röngum manni.

Dómurinn yfir Davis var kveðinn upp fyrir átján árum. Síðan þá hafa sjö af níu vitnum sem dómurinn yfir honum var byggði á dregið framburði sína til baka. Nokkrir aðrir, sem báru ekki vitni fyrir dómnum, hafa síðar sagt að annar maður hafi verið að verki. Skotvopnið fannst hvergi og engin DNA gögn sýna fram á sekt Davis.

Málið hefur nú velkst um í kerfinu í 20 ár og á þriðjudag kom tilkynning frá nefnd í Georgíufylki sem tekur ákvörðun um náðanir fanga, að Davis yrði ekki náðaður. Áætlanir gera því ráð fyrir að hann verði tekinn af lífi á fimmtudaginn.

Hundruð þúsunda manna hafa sýnt Davis stuðning sinn á meðan hann hefur setið á dauðadeild og krafist þess að hann yrði ekki tekinn af lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×