Erlent

Meira en milljón Japana flýr heimili sín

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Úrhellisrigning hefur verið í miðhluta Japan.
Úrhellisrigning hefur verið í miðhluta Japan. Mynd/ AFP.
Meira en milljón manns í miðhluta Japan hefur ýmist verið ráðlagt, eða skipað, að yfirgefa heimili sín vegna fellibyljarins Roke sem er að nálgast landið.

Úrhellisrigning hefur verið í aðdraganda fellibyljarins og hefur rigningin orsakað mikil flóð sem hafa valdið skemmdum á vegum í Nagoya og öðrum borgum í nágrenni.

Á sjónvarpsmyndum sem birtar hafa verið af flóðasvæðunum sést hvar vatn nær fólk víða upp að hnjám. Sumsstaðar hefur þurft að bjarga fólki á gúmmíbátum.

Lögregla í bænum Gifu segir að níu ára gamals drengs og 84 ára gamals manns sé saknað eftir að þeir féllu í vatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×