Erlent

Sextánhundruð heimili eyðilögðust í eldum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmaður berst við eld í Texas.
Slökkviliðsmaður berst við eld í Texas. Mynd/ AFP.
Nærri sextánhundruð heimili hafa eyðilagst í eldum í miðhluta Texasfylkis í Bandaríkjunum í mánuðinum. Yfirvöld telja að upphaf eldanna megi rekja til þess að tré hafi fallið á rafmagnslínur.

Tveir hafa farist í eldunum sem komu upp á tveimur stöðum nærri Austin í Texas. Í öðrum tilfellinu hrundi ananastré og féll á rafmagnslínu þann fjórða september síðastliðinn. Rafmagnslínan slitnaði þá frá rafmagnsboxi sem olli því að neistum laust í skrjáfaþurra runna. Annar stór eldur kviknaði svo þegar tré brotnaði í mikilli vindhviðu og fauk á rafmagnslínu. Eldarnir tveir runnu svo saman í einn gríðarmikinn skógareld sem logar enn.

AFP fréttastofan segir að stór hluti Texasfylkis séu þurrar graslendur og því sé erfitt að hafa hemil á eldi þegar hann kemur upp. Nú séu slökkviliðsmenn starfandi þar frá hverju einasta fylki Bandaríkjanna nema Havaí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×