Sport

Sportið í dag: Sara Björk, Grímur, Stjörnumenn og staðan hjá Þór

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag.
Henry Birgir og Kjartan Atli stýra Sportinu í dag. vísir/vilhelm

Kjartan Atli Kjartansson og Henry Birgir Gunnarsson bjóða upp á flottan þátt af Sportinu í dag. Hann hefst klukkan 15:00 á Stöð 2 Sport.

Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verður á línunni og fer yfir sín mál. Hún er að fara aftur af stað í þýska boltanum og svo er hávær orðrómur um að hún sé að fara til Lyon í Frakklandi. 

Grímur Atlason sest í stólinn og fer yfir áhugaverða skýrslu sem hann gerði um umhverfið í körfuknattleiksheiminum á Íslandi. 

Stjarnan skrifaði undir nýja samninga við körfuboltakappana Hlyn Bæringsson, Ægi Þór Steinarsson og Tómas Þórð Hilmarsson í gær og tveir þeirra verða í viðtali í dag. 

Einnig verður þjálfari Þórs í handknattleik, Halldór Örn Tryggvason, á línunni en Þór er nýliði í Olís-deild karla og hefur lítið frést í leikmannamálum þar á bæ. 

Svo er það gullmoli dagsins og meira til.

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×