Fréttakona eldar fyrir sjónvarpsáhorfendur 11. september 2009 02:30 í eldhúsinu Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir stjórnar matreiðsluþætti í Ríkissjónvarpinu sem hefur göngu sína í október. fréttablaðið/gva „Við ætlum að reyna að hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Við ætlum vonandi að búa til góðan og girnilegan mat á einfaldan hátt og helst þannig að hann kosti ekki of mikið,“ segir fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Í byrjun október hefur göngu sína vikulegur matreiðsluþáttur í Sjónvarpinu með Jóhönnu Vigdísi við stjórnvölinn. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég hef heyrt hjá fólki að það er eftirspurn eftir matreiðsluþáttum og almennt held ég að áhugi fólks á eldamennsku hafi farið vaxandi undanfarin ár,“ segir Jóhanna Vigdís, sem mun halda áfram störfum sínum sem þingfréttamaður á RÚV meðfram þáttagerðinni. Jóhanna Vigdís hefur gefið út tvær matreiðslubækur sem hafa báðar selst eins og heitar lummur og segist hún vera afar þakklát fyrir það. „Ég fæ mjög mikið af góðum skilaboðum frá þeim sem hafa gaman af bókunum og mér þykir óskaplega vænt um það. Það sýnir okkur líka að þessi áhugi er fyrir hendi og fer vaxandi. Ég held að matreiðslubækur hafi varla selst eins mikið og síðustu misseri.“ Þrátt fyrir að maturinn sem Jóhanna Vigdís ætlar að elda verði einfaldur og frekar ódýr segist hún ekki vera að gefa fólki ráð við kreppunni sem slíkri. „Þetta eru bara góð ráð. Það er hægt að búa til góðan og girnilegan mat án þess að það taki of langan tíma og án þess að það kosti of mikið. Auðvitað er stundum hægt að leika sér og kaupa dýrt hráefni en við teljum að fólk sé að hugsa um það sem það eldar kannski fjórum sinnum í viku,“ segir hún. „Fólk hefur lítinn tíma, allir eru svangir og vilja eitthvað girnilegt og fljótlegt. Eins og við vitum í því samfélagi sem við lifum endar fólk oft á því að panta pitsu, sem tekur kannski lengri tíma en einmitt að elda einhvern rétt á pönnu.“ Eins og áður sagði hefur Jóhanna Vigdís gefið út tvær metsölubækur um mat. Samt sem áður vill hún ekki gefa sig út fyrir að vera sérfræðingur í matreiðslu. „Ég er bara áhugamaður og er ekki útlærður kokkur. Ég er fyrst og fremst fréttamaður sem hefur gaman af því að búa til mat.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
„Við ætlum að reyna að hafa einfaldleikann að leiðarljósi. Við ætlum vonandi að búa til góðan og girnilegan mat á einfaldan hátt og helst þannig að hann kosti ekki of mikið,“ segir fréttakonan Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Í byrjun október hefur göngu sína vikulegur matreiðsluþáttur í Sjónvarpinu með Jóhönnu Vigdísi við stjórnvölinn. „Mér finnst þetta mjög spennandi. Ég hef heyrt hjá fólki að það er eftirspurn eftir matreiðsluþáttum og almennt held ég að áhugi fólks á eldamennsku hafi farið vaxandi undanfarin ár,“ segir Jóhanna Vigdís, sem mun halda áfram störfum sínum sem þingfréttamaður á RÚV meðfram þáttagerðinni. Jóhanna Vigdís hefur gefið út tvær matreiðslubækur sem hafa báðar selst eins og heitar lummur og segist hún vera afar þakklát fyrir það. „Ég fæ mjög mikið af góðum skilaboðum frá þeim sem hafa gaman af bókunum og mér þykir óskaplega vænt um það. Það sýnir okkur líka að þessi áhugi er fyrir hendi og fer vaxandi. Ég held að matreiðslubækur hafi varla selst eins mikið og síðustu misseri.“ Þrátt fyrir að maturinn sem Jóhanna Vigdís ætlar að elda verði einfaldur og frekar ódýr segist hún ekki vera að gefa fólki ráð við kreppunni sem slíkri. „Þetta eru bara góð ráð. Það er hægt að búa til góðan og girnilegan mat án þess að það taki of langan tíma og án þess að það kosti of mikið. Auðvitað er stundum hægt að leika sér og kaupa dýrt hráefni en við teljum að fólk sé að hugsa um það sem það eldar kannski fjórum sinnum í viku,“ segir hún. „Fólk hefur lítinn tíma, allir eru svangir og vilja eitthvað girnilegt og fljótlegt. Eins og við vitum í því samfélagi sem við lifum endar fólk oft á því að panta pitsu, sem tekur kannski lengri tíma en einmitt að elda einhvern rétt á pönnu.“ Eins og áður sagði hefur Jóhanna Vigdís gefið út tvær metsölubækur um mat. Samt sem áður vill hún ekki gefa sig út fyrir að vera sérfræðingur í matreiðslu. „Ég er bara áhugamaður og er ekki útlærður kokkur. Ég er fyrst og fremst fréttamaður sem hefur gaman af því að búa til mat.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Fleiri fréttir Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Sjá meira
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp