Segir lyfsala vera með hótanir 23. október 2005 17:57 Samtök verslunar og þjónustu halda því fram að lækkun lyfjaverðs komi einungis ríkinu til góða en ekki sjúklingum. Lyfjahópur SVÞ gerði könnun á því að hve miklu leyti verðlækkanir á lyfjum síðastliðið ár hefðu komið sjúklingum til hagsbóta og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að óverulegu leyti. „Þetta er hótun um að ef við lækkum meira þá muni þeir skrúfa fyrir afsláttinn,"segir Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar. Hann segir þetta ekkert nýtt því SVÞ hafi hafið þessa umræðu fyrir einu og hálfu ári þegar lækkun á lyfjaverði hófst. „Við höfum reyndar ekki neina stjórn á þessu afsláttarkerfi lyfsalanna og vitum ekkert um það nema þegar við fáum að sjá reikninga hjá einstaka sjúklingum. Lyfsalarnir geta leikið sér með þessa afslætti eins og þeir vilja. Ótrúlegt er að þeir hafi samráð um það sín á milli að fella niður afslættina." Páll segir hlutverk Lyfjagreiðslunefndar vera að ákveða hámarksverð, bæði í heildsölu og smásölu, á lyfseðilsskyldum lyfjum og dýralyfjum. Lyfsalar séu hins vegar ekki skyldugir til að fara eftir þessu verði, Þeir mega bara ekki selja hærra verði en lyfjaverðskráin segir til um. „Það er rétt að Tryggingastofnun hefur hag af þessum lækkunum," segir Páll. „En lyfjapakkinn í heild lækkar þannig að í mjög mörgum tilfellum hljóta sjúklingarnir að verða varir við þessa lækkun." Páll bendir á að stjörnumerkt lyf, sem flokkuð eru sem lífsnauðsynleg lyf, séu að fullu greidd af Tryggingastofnun. TR njóti allrar lækkunarinnar í þeim tilfellum. Almenningur -greiðir- hins vegar að hámarki 3.400 kr. á lyfseðil í svokölluðum B-merktum lyfjum og að hámarki 4.950 krónur í E-merktum lyfjum. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 1.050 krónur á lyfseðil í B-merktum lyfjum og að hámarki 1.375 krónur í E-merktum lyfjum. „Á 50 ódýrustu lyfjunum sem lækkuðu 1. október 2005 er lækkun á ársgrundvelli 54 milljónir," segir Páll. „Þar af á að minnsta kosti helmingur að fara í vasa neytenda." Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Samtök verslunar og þjónustu halda því fram að lækkun lyfjaverðs komi einungis ríkinu til góða en ekki sjúklingum. Lyfjahópur SVÞ gerði könnun á því að hve miklu leyti verðlækkanir á lyfjum síðastliðið ár hefðu komið sjúklingum til hagsbóta og komst að þeirri niðurstöðu að það væri að óverulegu leyti. „Þetta er hótun um að ef við lækkum meira þá muni þeir skrúfa fyrir afsláttinn,"segir Páll Pétursson, formaður Lyfjagreiðslunefndar. Hann segir þetta ekkert nýtt því SVÞ hafi hafið þessa umræðu fyrir einu og hálfu ári þegar lækkun á lyfjaverði hófst. „Við höfum reyndar ekki neina stjórn á þessu afsláttarkerfi lyfsalanna og vitum ekkert um það nema þegar við fáum að sjá reikninga hjá einstaka sjúklingum. Lyfsalarnir geta leikið sér með þessa afslætti eins og þeir vilja. Ótrúlegt er að þeir hafi samráð um það sín á milli að fella niður afslættina." Páll segir hlutverk Lyfjagreiðslunefndar vera að ákveða hámarksverð, bæði í heildsölu og smásölu, á lyfseðilsskyldum lyfjum og dýralyfjum. Lyfsalar séu hins vegar ekki skyldugir til að fara eftir þessu verði, Þeir mega bara ekki selja hærra verði en lyfjaverðskráin segir til um. „Það er rétt að Tryggingastofnun hefur hag af þessum lækkunum," segir Páll. „En lyfjapakkinn í heild lækkar þannig að í mjög mörgum tilfellum hljóta sjúklingarnir að verða varir við þessa lækkun." Páll bendir á að stjörnumerkt lyf, sem flokkuð eru sem lífsnauðsynleg lyf, séu að fullu greidd af Tryggingastofnun. TR njóti allrar lækkunarinnar í þeim tilfellum. Almenningur -greiðir- hins vegar að hámarki 3.400 kr. á lyfseðil í svokölluðum B-merktum lyfjum og að hámarki 4.950 krónur í E-merktum lyfjum. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða að hámarki 1.050 krónur á lyfseðil í B-merktum lyfjum og að hámarki 1.375 krónur í E-merktum lyfjum. „Á 50 ódýrustu lyfjunum sem lækkuðu 1. október 2005 er lækkun á ársgrundvelli 54 milljónir," segir Páll. „Þar af á að minnsta kosti helmingur að fara í vasa neytenda."
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira