Lífið

Sungu til heiðurs Lennon

steinþór og henriette
Steinþór Þórarinsson og Henriette Keldal voru á meðal gesta á Nasa.
fréttablaðið/anton
steinþór og henriette Steinþór Þórarinsson og Henriette Keldal voru á meðal gesta á Nasa. fréttablaðið/anton

Tónleikar til heiðurs Johns Lennon voru haldnir á Nasa á miðvikudagskvöld undir yfirskriftinni 09.09.09. Einvalalið söngvara og hljóðfæraleikara steig á svið og skemmti gestum.

Tónleikarnir voru tvískiptir. Fyrst voru spiluð Lennon-lög frá Bítlaárunum 1963-1969 og eftir hlé voru flutt Lennon-lög frá New York-tímabilinu 1970-1980. Níu söngvarar stigu á svið, þar á meðal Björgvin Halldórsson, Daníel Ágúst, Egill Ólafssson og Ingó. Hljómsveitin var skipuð þeim Magnúsi Kjartanssyni, Vilhjálmi Guðjónssyni, Jóni Elvari Hafsteinssyni, Jóni Ólafssyni og Ásgeiri Óskarssyni.

Svanhildur Hafliðadóttir og Ísafold Helgadóttir brostu breitt á tónleikunum.
Inga Hilmisdóttir, Maritza Poulsen og Margrét Hallgrímsdóttir hlustuðu á Lennon-lögin.


Brenda og Dave frá New York ásamt Guðnýju Sigurðardóttur frá Bíldudal og Bjarney Gunnarsdóttur.
Grétar Mar Jónsson og Kristín Jóhannsdóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.
björn og baldvin Björn Björnsson og Baldvin Halldórsson mættu á tónleikana.
ingó Poppstjarnan Ingó Veðurguð var á meðal þeirra sem sungu Lennon-lögin af mikilli innlifun.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.