Lífið

Stríðstól streyma til Íslands

Stríðstól sem notuð verða í stórmyndinni Flags of our Fathers eru farin að streyma til Reykjanesbæjar. Undanfarna daga hafa flutningabílar komið með forngripi frá síðari heimsstyrjöldinni og hefur þeim verið raðað upp við „Hollywood-skemmuna“ eins og ramma-húsið á Fitjum er nú kallað. Meðal tækjanna sem þegar eru komin eru gamlir hertrukkar, jeppar og bátar. Tækjabúnaðurinn kemur frá söfnum stofnana og einstaklinga víðs vegar um Bandaríkin. Tökur myndarinnar hefjast þann 12. ágúst.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.