Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna að hlaupinu loknu mynd/fri Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. „Ég kom á áttunda besta tímanum inn og það kom því mikið á óvart að verða í fyrsta sæti,“ sagði Guðbjörg í viðtali eftir hlaupið þar sem hún átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum. „100 metrar eru ekki mín sterkasta grein, ég er meira að einbeita mér að 200 metra hlaupi, svo ég var rosalega glöð.“ Guðbjörg Jóna komst nærri Íslandsmetinu í undanrásunum þegar hún hljóp á 11,70 sekúndum. Hlaupatími hennar í dag var 11,75 sekúndur, nákvæmlega sá sami og hjá Pamera Losagne og Takacs Boglarak, en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan þeim. Vissi hún strax að hún hefði unnið? „Já, myndatökumaðurinn var í andlitinu á mér svo ég hafði það á tilfinningunni.“ „Ég veit ekki hvað ég hugsaði þegar ég kom í mark, ég bara brast í grát og ég get ekki hætt,“ sagði Guðbjörg og þerraði augun. „Ég man eftir því að hafa byrjað vel, en endaspretturinn, ég veit ekki. Þetta kom mér svo mikið á óvart. Ég var meidd í fimm mánuði og það eru bara þrír mánuðir síðan ég byrjaði að hlaupa aftur svo ég er mjög glöð að vera komin aftur á brautina,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. „Ég kom á áttunda besta tímanum inn og það kom því mikið á óvart að verða í fyrsta sæti,“ sagði Guðbjörg í viðtali eftir hlaupið þar sem hún átti erfitt með að halda aftur af tilfinningunum. „100 metrar eru ekki mín sterkasta grein, ég er meira að einbeita mér að 200 metra hlaupi, svo ég var rosalega glöð.“ Guðbjörg Jóna komst nærri Íslandsmetinu í undanrásunum þegar hún hljóp á 11,70 sekúndum. Hlaupatími hennar í dag var 11,75 sekúndur, nákvæmlega sá sami og hjá Pamera Losagne og Takacs Boglarak, en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan þeim. Vissi hún strax að hún hefði unnið? „Já, myndatökumaðurinn var í andlitinu á mér svo ég hafði það á tilfinningunni.“ „Ég veit ekki hvað ég hugsaði þegar ég kom í mark, ég bara brast í grát og ég get ekki hætt,“ sagði Guðbjörg og þerraði augun. „Ég man eftir því að hafa byrjað vel, en endaspretturinn, ég veit ekki. Þetta kom mér svo mikið á óvart. Ég var meidd í fimm mánuði og það eru bara þrír mánuðir síðan ég byrjaði að hlaupa aftur svo ég er mjög glöð að vera komin aftur á brautina,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir. Viðtalið við hana má sjá hér að neðan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Í beinni: Frakkland - Ísland | Strákarnir okkar í París Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Sjá meira