Fjöldi minka allt að sjötíu þúsund 13. október 2005 19:33 Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land. Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira
Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land.
Fréttir Innlent Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Sjá meira