Fjöldi minka allt að sjötíu þúsund 13. október 2005 19:33 Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land. Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Þrátt fyrir stöðuga aukningu minkaveiða hér á landi hefur stofnstærð minks aldrei verið metin. "Það skiptir öllu máli að vita hvað stofninn er stór ef við eigum að halda honum niðri," segir Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðstjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Kostnaður við veiðarnar hefur síðustu ár verið um fjörutíu milljónir á ári og farið vaxandi. Árleg veiði hefur verið rúmlega sjö þúsund dýr og þykir aukin veiði benda sterklega til þess að stofninn fari sístækkandi. Öðru gegnir um tófur, en þar er vitað að stofnstærð að vori er nálægt fjögur þúsund dýrum. Náttúrustofnun Vesturlands hefur síðustu ár stundað rannsóknir á minkum. "Við erum að reyna að koma stofnstærðinni á hreint. Vonandi gefur það okkur einhverja betri hugmynd," segir Menja von Schmalensee, sviðsstjóri. "Við vitum að minkar eru að deyja af mörgum öðrum orsökum en veiði og stofninn gæti því verið stór." Síðustu árin hefur stofnunin unnið að því að handsama minka á Snæfellsnesi, merkja þá, og sleppa þeim síðan aftur. Minkaveiðimenn skila síðan öllum veiddum minkum, merktum sem ómerktum, til stofnunarinnar til frekari rannsókna. Menja vill koma því á framfæri að þeirra rannsóknir bitni alls ekki á veiðum á mink. "Við erum ekki að taka peninga frá veiðimönnum." Hún segir fé stofnunarinnar vera algerlega aðskilið því fé sem fer til veiða á minkum, nema auðvitað að því leyti að um ríkisfé sé að ræða. Það komi bæði sjálfstætt af fjárlögum og einnig úr vísindasjóðum sem styrki rannsóknir. "Aðalmarkmið okkar með rannsóknunum er að fá niðurstöður sem nýtast við stjórnun veiða. Það hlýtur að vera það sem allir vilja að þeir peningar sem fara í veiðar séu nýttir á sem skilvirkastan hátt." Eftir nokkrar vikur er búist við að stofnstærðin á Nesinu liggi fyrir og að á grundvelli hennar verði í kjölfarið unnt að reikna út stofnstærð minks um allt land.
Fréttir Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira